Ekki eins og það á að vera...

Góða kvöldið...

Núna sit ég hér heima eins á meðann mamma er með guttan á sjúkrahúsinu... ég var að kenna í kvöld eins og ég geti á þriðjudagskvöldum... og er það í rauninni mín stund að gera eitthvað annað, komast út á meðal fólks og tala um annað en sjúkdóma og líðann... það er æði.

Það sem er að frétta að gutta núna er að þetta er víst ekki allt að ganga eins og reiknað var með. Í gær kvöldi fór að vella gröftur útúr eyranu á honum og úr báðum skurðunum á bak við eyrað... en þetta á allt að vera farið að þorna og gróa en það virðist ekki gerast í hans tilfelli enn allavega... Það voru tekin sýni og blóðprufur úr honum og svo er bara að bíða og vona því í rauninni er ekkert meira sem læknisfræðin getur gert fyrir barnið mitt...  Þannig að ég greip til þess ráðs í gær að ákalla alla þá óheðbundnu lækna sem ég kannast við til aðstoðar, með bænum og hugleiðslu... og ég veit að það var eitthvað gert því það bar endalaus umgangur í sjúkrastofunni okkar í nótt en eingin sýnilegur... Svo núna eru það bara bænir sem gilda því allt mannlegt er búið að reyna...

Jæja... ég er á einhvern hátt orðlaus núna en ekki búinn að gefast upp ... Smile bara ekki skrafinn núna...

Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta ætlar að verða and..... erfiðara Magga mín, hvað getur maður sagt...orð mega sín eitthvað svo lítils, ég sendi þér hugskeyti mörgum sinnum á dag. Eina sem ég get ráðlagt er bara einn dagur í einu og halda í vonina...hún fleytir manni töluvert.

Svo færðu hér faðmlag ( í huganum sko ) og hjarta...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:35

2 identicon

...alltaf þegar maður heldur að hlutirnir séu að ganga upp þá kemur eitthvað upp á!  Er það ekki dæmigert?!  Elsku Magga mín og Ragnar minn...ég ætla rétt að vona að umgangurinn í sjúkrastofunni ykkar geri sitt gagn!  Ég ætla a.m.k að biðja bænirnar mínar og hafa ykkur með, eins og oft áður...sendi ykkur svo hlýja strauma og ljós   Ég veit það í hjartanu mínu að þið komist yfir þetta því þið eruð svo sterk!  Uppgjöf er ekki í boði...æj ég er líka orðlaus...ég hugsa til ykkar og þú veist það!

Guð geymi ykkur og veri með ykkur...Guðrún... 

Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Ragnheiður

æj elsku kallinn litli, ég sem var að vonast til að nú færi honum að batna. Tek að öðru leyti undir með Krummu minni. Dagur í einu og stundum klukkustund í einu og allar góðar óskir sendi ég ykkur mæðginum.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Elsku Magga. Þið mæðginin eigið vísan stað í bænunum mínum Vona svo innilega að þetta fari að snúast til betri vegar.

Hólmgeir Karlsson, 25.3.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Aldrei gefast upp! Ef þú hefur ekki orku í þetta, hver á þá að hafa það?"

Þetta eru ráð sem Eva konan mín gaf á heimasíðunni okkar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband