Mánudagur, 24. mars 2008
Páskarnir okkar...
Góðann daginn kæra fólk...
Við mæðginin höfum síðustu daga reynt að stytta okkur stundir á listrænann hátt... svona til að næra sköpunargyðjuna í okkur og slaka á vidóglápiu og tölvuleikjum...
Það er gott fyrir samstarf okkar og líðann saman að gera svona hluti saman...
Það þarf nú samt þolinmæði til að gera listaverk og það er nokkuð sem kútur þarf að læra að þróa með sér og svosem skiljanlegt að hann hafi hana ekki núna þessa dagann...
En samt hefur ýmislegt fallegt komið útúr þessu sem ég sýni ykkur þegar það er alveg tilbúið...
ég er búinn að ákveða að hengja það uppí nýja herberginu hjá honum þegar það er komið... Núna er bara að heyra í læknunum hvernær þessu fer að linna svo að við Lína vitum hvenær við eigum að láta til skara skríða... mig hlakkar mikið til...
Vonani hafið þið geta notið páskanna með ykkar nánustu... Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Knús á ykkur elskan.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:13
Nei það er ekki undarlegt að þolinmæðina vanti í hann...strákanginn. Knús á ykkur elskurnar.
Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 13:46
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.3.2008 kl. 20:30
Hæ hó, komin heim úr páskafríinu! Vorum í sveitinni alla sl. viku sem var svakalega gott!
Búin að lesa allar færslurnar síðan síðast...og jahérna! En þið eruð komin heim og allt gengur vel sýnist mér núna og það er gott
Eníveis...bara að láta vita af mér!
Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.