Dagurinn sem kom á óvart...

Já sumir dagar koma meira á óvart en aðrir...  og þessi dagur var einn af þeim.

Ég var niðursokkin í egin hugsanir á þeysingi á milli búða á Glerártorgi í dag þegar ég sá 2 kunnulega andlit sem var langt síðann ég hafði sér síðast og enn lengra síðann ég sá þau á sama stað... þetta voru Marja Jesp. og Hanna Karlsdóttir... tvær úr gamla gengunu mínu síðann ég var í VMA á sínum tíma. Þarna á miðjum ganginu á gleráártorgi urðu fagnaðarfundir og mikil faðmlög, það var yndisleg gleðitilfinning sem læddist í hjarta mitt eftir að hafa staðið í smá stund og spjalla við þær... það eru ekki margir aðilar sem ég á svona langa sögu með eins og þær...reyndar vorum við 5 þegar við vorum uppá okkar besta... þarna vantaði bara Siggu Rósu og Sigga Helga...  Jæja en þá var dagurinn ekki búinn við ákváðum að ég skildi fá mömmu til að fara með guttan á sjúkrahúsið og gista með honum og við skildum fara á tónleika saman í kvöld... og einginnir betri urðu fyrir valinu heldur en Ljótu hálvitarnir ... sem við þekkjum allar eitthvað til...  ég hringdi í Sigga Helga einn úr gegniu og tók hann með sem suprise og við sáðum í kvöld og hlógum og ryfjuðum upp gamla tíma og hlustuðum á snilldar tónleika... Frábær tilbreiting fyrir mig og yndislegir endurfundir... Við komumst að því að það eru 15 ár síðan við vorum öll á sama stað síðast...og það var í partýi sem var haldið heima hjá mér... hehehe...

Jæja... ég verð líklega vakinn klukkan 8 í fyrramálið af snúð sem hlakkar til að leita að páskaeggi hér heima...  

góða nótt og Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu,,, og skemmtileg tilviljun að ég kannast við þær báðar!!

Gott að þú skemmtir þér vel á tónleikunum,,,,,, ég var búin að segja þér að þú mundir hafa gaman af þeim

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska
 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 12:10

3 identicon

Gleðilega páska elsku Magga og Ragnar.

Ég veit að það eiga eftir að koma fleiri dagar sem koma á óvart og gera lífið skemmtilegt, þannig er það bara.  Bestu baráttukveðjur frá öllum á Selfossi til ykkar.

Sigríður Jensdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Gleðilega páska Hann er flottur strákurinn þinn.

Sturla Snorrason, 23.3.2008 kl. 20:10

5 identicon

Sæl elskuleg og gleðilega páska.

Ég vil að þú vitir hvað ég dáist að þér í gegnum þessa erfiðleika alla. Ekki að ég hafi búist við öðru en það er ekki fyrir hvern sem er að standa svona af sér. Áfram svona:-)  

Ég á hillur sem ég ætla einmitt að fara að losa mig við vegna flutninga. Ég held að þið mæðginin ættuð nú bara að kíkja í heimsókn og athuga hvort þetta er eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur.

Guð geymi ykkur.

Elín Stephensen (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:57

6 identicon

Hæ Magga mín

Það var frábært að hitta þig, Sigga og Maríu. Það var bara eins og við hefðum hist síðast í gær. Hlakka til að sjá þig aftur í maí.

kv. Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband