Hætt við að hætta við...

Já það er merkilegt hvað góður nætursvefn og smá hlátur með góðum vini getur hjálpað mikið. Ég var á því í gær að hætta við að útskrifast í vor og sluffa kennslunni minni í miðju kafi og gefast bara upp á öllu... en núna er ég enn að "hugsa málið" en er samt hætt við að hætta við... Kennarinn minn sagðiskt skilja mig vel en að ég væri ein af fáum manneskjum sem hann vissi að gæti þetta, semasgt að útskrifast í vor, og sagðist ekki þekkja mig sem "kvitter"... hehehe.. nei ég er alls ekki þekkt fyrir það... það yrði þá saga til næsta bæjar ef ég gæfist upp. Þannig að ég tók upp símann og fékk tilboð í framleiðsluna á lokaverkefninu mínu... hehehe.. líkt mér. Og virðist vera kominn á fullt í hausnum aftur..

Ragnar er sáttur við að vera kominn heim og farinn að una sér vel inní herbegi á milli lyfjagjafa... ég og Lína vinkona mín sátum áðann og vorum að skipuleggja það að koma gutt á óvart með því að svissa herbergjunum okkar mæðgina, þannig að hann fái stóra herbergið og allt ný málað og flott...  með skrifborði og öllu... ef einhver þarna úti á einmanna skrifborð eða hillur sem hann vill arfleiða mig að þá væri það vel þegið... Svo ætlum við að mála fígúrur á veggina... hengja upp sjónvarpið hans og gera þetta að flottasra heberginu í bænum... þannig að daginn sem hann kemur heim af sjúkrahúsinu þá fær hann líka nýtt herbergi... oooo.. ég hlakka svo til að gleðja hann...

jæja nóg í bili...knús í blogg heim... Guð geymi ykkur og enn og aftur takk fyrir falleg orð og hugsanir.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega verður hann glaður, verst að ég á ekki neitt svona aukadót til að punta upp á.

Mér líst vel á að þú haldir áfram og útskrifist í vor, þú hefur bara verið leið og þreytt þegar þig langaði að gefast upp.

Kær kveðja

Ragnheiður , 19.3.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá kennaranum....smá hvíld, hlátur og jákvæðni og þú hefur þetta af, flott hugmynd að svissa herbergjum sá verður glaður.....kíktu á smáauglýsingar þar er ýmislegt sem fólk er að losa sig við.

bestu kveðjur..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Helga skjol

Frábær hugmynd hjá þér að ætla koma prinsinum á óvart með herbergja skiptum,því miður á ég ekkert skrifborð handa þér en skal með glöðu geði spyrja vini og ættingja hvort þeir liggi með eitt stykki handa prinsinum,ég læt þig svo bara vita hérna.

Óska ykkur innilegra góðra páska

Helga skjol, 19.3.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góðir kennarar geta gert kraftaverk... fyrir dugnaðar fólk.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband