Með erviðustu dögum lífsinns...

Núna er ég í þeirri stöðu að langa að gefast upp...  búin á því andlega...  þessi vika eru búnir að vera með þeim erviðustu dögum sem ég hef lifað. Það hefur verið spilað á tilfingaskalann minn frá A-Ö, og því miður var það í raunninni óhjákvæmlegt á saman tíma og að ég sé að ganga í gegnum erviðasta tímann með barninu. Ferðin semsagt suður var dýrkeypt tilfingalega fyrir mig.

Við erum semsag komin heim að sunnan... sonurinn kominn á sama stað uppá FSA með uppáhalds hjúkkunum sínum. Í gær fékk hann nóg af poti, stungum og veseni og trilltist þegar átti að taka umbúðir af höfðinu á honum, þannig að það varð að grópa til þess ráðs að svæfa hann til þess... ég hafði vit á því að byðja um að það yrði skipt um lyfjabrunn í honum í leiðinni... þannig að við vorum ekki kominn frá Fossvogsspítaa niður á Barnaspítala fyrr en um 22:30 í gær kvöldi og þá var okkur keyrt með sjúkrabíl þangað. En hann kemur heim með heyrn á öðru eyra, 15 spor á bakvið eyrað og líklega föðurlaus... já ég sagði föðurlaus... því að það fór allt í bál og brand gagnvart föðurnum  fyrir sunnan. Mér semsagt ofbauð Það hvað faðirinn synnti synum lítið á meðann við vorum fyrir sunnan...(alls 3-4 tíma á heilli viku) og lét í mér heyra hærra en nokkurntímann fyrr. (þó tími hefði verið kominn á það fyrir lögu að sögn margra). og núna er ég versta manneskja í heimi í huga föðurfjölskyldunar og meiri hluti hennar búinn að moka yfir mig skít og drullu síðasta sólahringinn, en það endaði með að ég benti "föðurnum" á sýslumann. Hann gat ekki tekið sér frí 1 dag frá vinnunni til að vera með stráknum... og fyrir það að finnst það lákúrulegt er ég búinn  á því andlega núna. Það var ekki til tillitsemi, skilningu eða vilji til að láta þetta ganga upp eins og hjá heilbrygðu fólki.

Ég veit að ég var hörð en þegar mér er ekki sýndur skilningur eða tillitsemi gerið ég það ekki til baka og alls ekki þegar er sparkað í mann þegar maður er á lægsta og erviðasta pungti lífsinns...

jæja..  ég ætla svosem ekki að væla um þetta hér en vá hvað ég dái þá feður sem sinna börnunum sínum og setja tilveru þeirra framar en vinnu og veraldlega hluti, þið eigið heiður skilið.

Kveðja... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sæl les bloggið þitt reglulega. Vona að drengurinn þinn fari nú að ná heilsu aftur. Og það er lán í óláni að við höfum 2 eyru þannig að það var gott að sýkingin var aðeins í öðru eyranu.

En ég ákvað að skrifa hérna til að segja þér að ég skil alveg að þú hafir orðið reið. Það er náttúrulega bara skylda okkar sem erum að koma börnum í heiminn að hugsa um þau. Og fyrir föður sem sér son sinn lítið hefði ég haldið að væri mikilvægt að gefa sér tíma þegar barnið var bæði veikt og á sjúkrahúsi og ekki síst þegar þetta var hér fyrir sunnan.

Ég hef bæði verið í hlutverki Helgarpabba og einstæður faðir. Sem betur fer hef ég átt að mestu góð samskipti við barnsmæður mínar og við ekki látið ágreining okkar bitna á börnunum. En það hefur stundum legið við að það gerðist.

Síðan þegar móðir og manneskja er undir svo miklu álagi eins og þú þá hlýtur fólk að skilja að þú öskrir smá og fáir útrás fyrir gremjuna.

Vona að þið náið sáttum þó síðar verði. Vegna drengsins. Það er föðurins að eiga frumkvæði að því. Hann vill væntanlega halda tengslum við barnið sitt.

Gangi ykkur vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Gott að heyra að þið eruð komin norður, vonandi batnar litlu hetjunni þinni núna. Við erum búin að vera bloggvinir í 9daga og ég er búin að hafa áhyggjur af litla stráknum þínum síðan, það er skrítið þetta líf. Gangi ykkur vel, held áfram að fylgjast með ykkur.  

Sturla Snorrason, 18.3.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vonandi gengur vel í framhaldinu með soninn - skil vel að þú hafir orðið reið, eðlileg viðbrögð þegar svona mikið álag er. Gangi ykkur mæðgininum sem best.

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.3.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að vita að þið eruð komin heim...skil vel reiði þína út í pabbann....þetta er ekki auðveld staða. Vonandi fer allt að fara uppá við núna og litla kút fari að batna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 08:55

5 identicon

Sæl elskuleg og velkomin heim.

Ég er fegin að heyra að sýkingin náði ekki að eyðileggja meira, nóg er nú samt. Mér finnst reiði þín afar eðlileg en ég veit að þú átt góða að og jafnar þig á þessu með guðs og góðra manna hjálp. Knús til ykkar beggja, sjáumst fljótlega.

Elín Stephensen (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

ELsku Magga mín

Þetta er skítt að heyra en á endanum færðu verðlaunin fyrir erfiðið og munt fyrir vikið ætíð eiga þennan sérstaka stað í hjarta sonar þíns. Ég man ekki eftir því að pabbi hans hafi verið að þvælast  mikið fyrir honum þegar hann fæddist og hefur greinilega ekki tekið út þann þroska að auka það neitt. pirr pirr veit alveg hvernig þér líður með þetta. En Magga mitt ráð til þín er að hætta að reikna með honum í þessum pakka öllum og það er þá bara bónus ef hann lætur sjá sig. Missirinn er allur hans meginn.

Gott að heyra að þið séuð komin aftur norður og þú reynir að hlú vel að þér sjálfri og eyða ekki umfram orku þinni í fólk sem á hana ekki skilið.

Æi vona að þú skiljir hvað ég er að meina hérna.

Hlýjar kveðjur frá Krók

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 17:04

7 identicon

VAKNAÐU KONA ÞAÐ ER EKKI GERT NEITT ANNAÐ EN VÆLT OG VÆLT ÞEGAR ÞAÐ ER TALAÐ VIÐ ÞIG, en þegar þig vantar einhvað þá ertu besti vinur okkar allra klikkhaus það vaxa ekki peningar á trjám en ef þú finnur þannig tré endilega láttu okkur vita síðustu 18 kynslóðir hafa verið að leita af því. Ef einhver er með skít kast við einhvern þá ert það þú við okkur,

guess who (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:43

8 identicon

         Magga mín það er ekki pabbinn sem sendi undir nafninu guess who .     .  

            Það eru fleirri í heiminum en hannnnn .Ég held að hann bloggi ekki.         

HEP (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 03:47

9 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Sem betur fer eru fleiri í heiminum en hann... Mér er sama hvort þetta er hann en það er auljóst að þetta kemur úr sömu fjölskyldu... Annas er það óskráðar reglur á bloginu hér að það er ekki tekið mark á nafnlausmum commentum það er bara fólk sem hafur ekki hreinnan skjöl eða hreinlega aumingjar sem skrifa ekki undir nafni...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.3.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband