Laugardagur, 8. mars 2008
Laugardagurinn... okkar...
Sælt veri fólkið...
Já við viljum hafa lukkuna og gleðina með okkur í dag...
Við komum snemma heim af sjúkrahúsinu og gerðum okkur morgunmat... kako og ristað brauð...Svo þegar Anna hjúkka kom í lyfjagjöfina hans Ragnar bakaði ég pönnukökur fyrir liðið...
Þegar lyfjagöfin var búinn ákváðum við mæðginin að fara smá út á svalir til að fá smá frískt loft í lungun... Þar undi sonurinn sér vel... en greinilega hafði hann ekki mikið úthald en fannst þessi stutta stund góð... hann kom inn löðursveittur og er núna lagstur inní hebergið sitt að horfa með pönnukökur og kakó... þessi elska ... það er augljóst að lyfin eru farin að taka kraft frá honum en samt er hann svo jákvæður og góður.
Hér er mynd af honum á svölunum áðan...
Mér tókst að ná einu augnabliki í gær... þegar bílinn minn náið þessari tölu í akstri... hann verður reyndari og reyndari greiið... litli Getzinn minn..
Jæja... ætli ég láti þetta ekki nægja í bili...
Knús til ykkar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.