Kerfið virkar að lokum...

Góða kvöldið...

Já það má orða það þannig að kerfið í borg óttans hafi hrokkið í gang í dag... þetta er nú búið að vera meiri hringavitleysan þarna fyrir sunnan útaf uppskurðinum sem Ragnar þarf að fara í . En eftir að 3 mismunandi ritarar sem þekkja ekkert inná málið voru búnir að hringja í mig síðustu daga og segja mér allskonar hluti varðandi málið sem áttu  eingann verginn við t.d. að hann þyrfti ekkert lyfin og ætti ekki að vera innlagður og önnur eins vitleysa... ein vissi meira að segja ekki að við værum á Akureyri... missti ég mig endanlega við eina í dag og vísði málunu til viðeigandi aðila og sagðist ekki svara neinu, ég væri ekki læknirinn sem stjórnaði málum barnsinns... klukkustund síðar hringdi læknirinn af FSA og sagði mér að það væri búið að ákveða allt... Við förum semsagt 12.mars suður og verðum innlögð á Barnaspítala hringsinns, skurðlækningadeild... og aðgerðin stóra verður framkvæmd á fimmtudeginum 13.mars...  Við verðum líklega í nokkra daga fyrir sunnan... en ég veit ekkert um það í raun... ætli maður verði ekki sendur við fyrista tækifæri heim... sem er bara fínt því að þjónustu stigið hér er 270% betra en þarna fyrir sunnan... allavega miðað við síðustu reynslu... en sjáum nú til ... gefum greyjunum séns... en þið vitið líka hvar ég kem til með að missa mig ef þetta verður ekki betra en þá...

Annas var ég að kenna áðan.. það er svo góð tilbreyting að hugsa um eitthvað annað í smá tíma og er ég ekki eins þreytt og meir eins og í síðustu viku... núna er ég bara hér ein heima og fæ að sofa út á morgun... sem verður kærkomið...

Ég verð að segja ykkur eitt... vitið þig hvað sonur minn gerði í morgun... nei... jæja... það var komið inn á herbergið  okkar kl. 7 til að gefa honum lyfið sitt eins og vanalega... en munurinn núna var að það var ein gamalreynd hjúkka sem sá um það og fór mjög varlega að þannig að ég náði greinilega ekki að vakna alveg... sem er í lagi því að ég á ekkert að gera... jæja... þegar lyfjagjöfin var búinn röllti gutti sér fram í leikherbergi að leika sér ( hélt ég ) og með því sofnaði ég aftur... þangað til hann ruddist inn í herbergið um 9 og sagði... mamma, mamma sjáðu verðlaunin mín... ég hrökk upp og sá að hann var með plástu í olbogabotinni ... og mér brá og spurði hvað hefði komið fyrir ... "ekkert ég fór bara sjálfur í blóðprufu Grinog ég fann ekkert til..."  þá hafði minn bara  skellt sér án aðstoðar í blóprufu einn síns liðs... er minn orðinn heimavanur á spítalun eða hvað...??? !!! ég er enn að jafna mig á þessu... en ekkert smá duglegur og eiithvað svo fullorðinslegt... 

Jæja..ég ætla að koma mér í háttinn...

Guð geymi ykkur...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sá er duglegur ! Vá almennilegur sjúklingur bara...ég vona samt að hann afvenjist fljótt á spítalalífinu

Ragnheiður , 5.3.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Duglegur strákur en ég tek undir orð Ragnheiðar; Vona að hann afvenjist spítalanum fljótlega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2008 kl. 07:33

3 identicon

Já það er ekkert annað! Er hann svo ekki næstum því farinn að sjá um lyfjagjöfina sína sjálfur?!  ...heheheee...  Vona svo innilega að allt gangi upp varðandi suðurferðina og ég verð brjáluð ef það verður eitthvert rugl!!!

Annars bara að tékka, knús...Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur strákurinn þinn! Hvað er hann gamall? Það er sko ekki nema fyrir fílhraust fólk að eiga við þetta heilbrigðiskerfi. Það gengur aldrei neitt nema maður missi sig nokkrum sinnum og sleppi sér svo alveg.

Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:00

5 identicon

Elsku Magga,

Ragnar er greinilega búinn að vera allt of lengi á spítalanum, en það er gott að hann virðist taka þessu með jafnaðargeði!!! Þú mátt vera stolt af honum... En ég tek líka undir með fólkinu hér fyrir ofan, að vonandi verður hann fljótur að gleyma dvölinni þarna...
Ég vona líka að allt gangi vel hjá ykkur hérna í höfuðborginni í mars...

Sigga Rósa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Algjör hetja snáðinn þinn. Óska ykkur alls hins besta í þessum raunum :):)

Hólmgeir Karlsson, 5.3.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já ég er sammála því að ég vona að hann verði fljótur að gleyma dvölinni en þeimun glaðari af gefa farið úta að leika sér aftur.

Ólafur mér sýndist á mínu innliti á bloggið þitt þú vera á réttri leið... ekki spurning... svo finnur hver og einn sína leiðir í þessum málum eins og öðrum.

Helga sonur minn er 6 ára ...

Sigga hver veit nema ég náið að kíkja á prinsessuna þegar við komum suður... það fer eftir því hveð faðirinn ætlar að eiga mikill þátt í þessu öllu...þú skilur hvað ég á við.

Og til ykkar allra takk kærlega fyrir stuðninginn og falleg orð og bænir... Guð geymi ykkur 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.3.2008 kl. 08:56

8 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Flottur he he

Þeir kunna að bjarga sér þessir snáðar og kannski skrítið að segja það en fyrst hann þurfti að ganga í gegnum þetta blessaður kallinn þá er hann á svo réttum aldri.

Þau eru svo móttækileg fyrir breytingum á þessum aldri og fljót að aðlagast auk þess að vera ákveðin í að vera sjálstæð og sjálfbjarga.

Gangi ykkur vel í framtíðinni og Magga takk fyrir hlý orð í gestó, já það er svo sannarlega satt hjá þér að þessi vika sem við áttum viðkvæmar, ofurólettar og á náttfötum var ógleymanleg og mun alltaf tengja okkur

knús á ykkur bæði

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 6.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband