Lokaverkefnið hafir...

sælt veri fólkið...

Já núna er ég byrjuð á lokaverkefnun mínu ... ég var að senda frá mér uppkast af greinargerðinni sem segir hvað mið langar að vinna með og langar mig að deila henni með ykkur...

Í gegnum tíðina hef ég haft mikinn áhuga á íslensku handverki og lærði Textílhönnun í MHÍ til að fá haldbærari þekkingu á því. Þessi áhugi minn hefur ekkert dvínað þótt að kunnátta mín hafi aukist á hönnun almennt. Eftir því sem árin líða þá finnst mér alltaf meira og meira af þessum gömlu aðferðum og hefðum vera að tínast. Við íslendingar eigum mjög stórann fjársjóð í gömlu handverki og hverjum hlut fylgir sagar um líf og tilveru okkar á hverjum tíma fyrir sig. Mæður okkar og margir ættliðir á undan þeim fóru í húsmæðraskóla og lærðu það t.d. að prjóna, vefa, hekla og sauma út. Það eru til mörg heðbundin og óheðbundin munstur sem hafa gegnið á milli ættliða og segir hvert þeirra einhverja sögu.
Nú í dag eru þessi verk geymd á háaloftum og í geymslum, tíminn máir út þessa arfleifð okkar smátt og smátt… þetta þykir ekki fínt lengur.

Það er einn hönnuður sem hefur aðeins farið þessa leið í húsgagna hönnun og það er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir. Verkið hennar Crochet Steel er verk sem hún hannaði útfra milliverki sem amma hennar heklaði  og finnst mér sú hilla frábærlega útfærð. Guðrún Lilja er mikill áhrifavaldur í minni hönnun og langar mig að ná þeim hughrifun og sýn sem henni tekst að ná í verkum sínum.

Í lokaverkefni mínu langar mig að grafa upp þessi gömlu heðbundnu prjóna, vefnaðar, heklu eða saumamunstu og útfæra þau á þann hátt að nútíma fólk geti notið þessara arfleifðar um komandi framtíð. Mig langar að vekja fólk til umhugsunar um hvaðna við komum og fyrir hvað við stöndum sem þjóð með mikinn menningararf úr handverki. Það er heill fjársjóður af munstrum, formum og línum sem er gaman að skoða og nota til að skapa nýja hluti og sýn.

Ég þarf að rannsaka þessi munstur og velja úr þeim einhverja tiltekna línu. Ég kem til með að nota smá tíma í að rannsaka þau og kynnar mér bakgrunn og hefðir þeirra. Síðann kem ég til með að teikna þessi munstur upp í tölvu, vinna þau  og setja þau saman ef við á.
Hvernig ég kem til með að útfæra verkið er ég ekki með á hreinu þessa stundina en ég veit að ég vil presentera þau í þannig miðil sem nýtíma samfélag skilur. Þá á ég við að finna leið í nútímahönnun sem hentar og liftir þessari hefð á annað plan.  Ég vil leifa verkin að þróast og stjórna svolítið sjálfu í hvaða miðli eða miðlum ég kem til með að presentera það. Ég veit að þetta bíður uppá óteljandi möguleika.
Hluti af lokaverkefninu verður að koma upp virkri heimasíðu þar sem þetta verk og munstur kemur til með að vera í aðalhlutverki. Heimasíðan verður einnig kynning á mér og verkum mínum.
Ég kem til með að gera prenntað efni sem kynnir fyrir áhofendanum verkið, söguna og hugsunina á bakvið það.



Jæja... hvað finnst ykkur..??? ég hlakka mikið til að takast á við þetta... og sé útkomuna á vissan hátt fyrir mér... en hlakka til að þróa þetta áfram... 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað bara snilld, eins og reyndar allt sem þú gerir Magga mín!

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:16

2 identicon

Mér líst svaka vel á þetta hjá þér, vona að þér gangi sem allra best með þetta!

Annars bara rétt að senda ykkur knús...þið eruð dugleg

Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér líst mjög vel á þetta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 09:58

4 identicon

Þú átt eftir að blómstra í þessu eins og öllu öðru

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:09

5 identicon

Þetta er algjör snilld hjá þér og þarft verkefni, gangi þér vel.  Knús frá mér til ykkar.

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband