Tilbreiting á sunnudegi...

Já það má segja að í dag sé tilbreiting í lífi okkar mæðgina... við eru heima... Við fáum heimahjúkrun í dag hingað heim... þannig að Ragnar fær lyfin sín í mömmuholu þennan fallega sunnudag... svo förum við aftur uppeftir í kvöld.

Þegar við vorum að koma heim þá sá ég vin hans Ragnars úti fyrir framan húsið sinn og við fórum að tala við hann og hann ver sko meira en til í að koma með okkur... Þannig að þessa stundina eru þeir félagar inní herbergi að dunda sér saman...og það er svo falleg hljóð sem koma frá þeim.. gleði og heilbrigðar samræður tveggja 6 ára drengja...

Þetta er svo góð tilfinning...Heartnæstum því eins og það var áður...Smile og verður aftur þegar yfir líkur.

 góð áminning um það hvað við eigum gott heimili og stöðugt líf hér...HeartHeart "heima er best" HeartHeart

Ég þakka fyrir þessa stund... og ætla að reyna að koma einhverju í verk varðandi lokaverkefnið á meðann við erum í þessu öryggi... ég þarf víst að halda vel á spöðunum fyrir það á næstunni...

Jæja... nóg í bili... Guð geymi ykkur öll... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brúska

Sæl, rakst inn á síðuna þína í gegn um síðuna hjá Þráni æskuvini mínum. Gangi ykkur sem best í þessari baráttu. Og gangi þér vel í lokaverkefninu, geri mér grein fyrir að það er ekki auðvelt að vinna það samhliða þessum veikindum, þú ert sannkölluð hetja. Njóttu dagsins og farðu vel með þig.

Brúska, 2.3.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Knús til ykkar Magga og gangi ykkur vel áfram í baráttunni :):)

Hólmgeir Karlsson, 2.3.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ. Er líka kölluð Magga, þekki þig ekki en dáist að því sem þú ert að glíma við, hef aðeins þurft að kynnast veikindum á síðustu árum hjá mínum nánustu og það er ekki alltaf auðvelt. Sá síðuna þína í gegn um Ketilás08.....

Gangi ykkur sem allra best og Möggur eru þekktar fyrir þrautseigju !

Kv.

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.3.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband