Laugardagur, 1. mars 2008
Jón, séra Jón,vinir eða ekki...
Góðann daginn kæra fólk...
Þá er komin helgi enn eina ferðina... þótt að dagarnir hjá okkur séu ekkert öðruvísi þá en aðra daga þá er skemmilegri sjónvarpsdagskrá ... hehehhee...
Það hefur spunnist upp umræða í kringum mig síðustu daga sem hefur haft þau áhrif að maður fer að hugsa... og það vandlega... Ég ætla ekkert að fara neitt í smáatrið um þessa umræðu hér enda eingin þörf á því en mig lagnar að koma með smá hugleiðingu um þau áhrif sem hún hefur haft á mig og huga minn...
Já eins og fyrisögnin segir þá getið þið líklega getið ykkur til um hvað málið snýst...
Mér er að verða það betur og betur ljóst hvernig fólk lítur mig og mitt líf... Þegar lífið veitir manni verkefni eins og ég er að vinna að þessa dagana þá kemur alltaf vel í ljós hverjir þekkja mann almennilega og hverjir eru vinir manns í raun... Því miður þá hefur það vanalega verið þannig að í hvert skipti sem lífið hefur veitt mér verkefni þá verð ég alltaf fátækari og fátækari af vinum... kannski er það ég sem fæli fólk svona frá mér... eða kannski er ég ósanngjörn eða óþolandi... en ég get ekki breitt neinu í mínu fari ef maður fær ekki að vita hvað það er em veldur því að maður verður allat fátækari af vinun við hvert verkefni... Sumir vilja meina að ég fæli frá mér því að ég sé svo sterk... en ég trúi því ekki svo glatt.. mér finnst ég bara mannlega og viljug til að gera allt sem ég get fyrir vini mína og þeirra... en eins og ég segi þá hefur vinum mínum fækkað núna undanfari virðist vera því að það eru örfáir sem maður heyrir í og enn færri sem maður sér... það hefur t.d. einginn látið sjá sig hér á spítalanum hjá okkur þann tíma sem við höfum veri hér... ég á smá ervitt með að skilja það... Kannski hljómar þetta illa og inní mér finnst mér ég óréttlát að yfir höfuð að leifa þessari hugsun að koma upp...
Vinátt er svo vanmetið hugtak finnst mér... vinátta snýst ekki um peninga eða stöðu fólks.. hún snýst um umhyggju, skilning, virðingu, tillitsemi og hjálpsemi.
Ég hef lesið það á fleiri en einum stað að þegar maður fellur frá þá man maður ekki eftir peningunum eða hlutunum sem við höfum átt... heldur fólkið sem maður hefur átt að og notið samveru með.
Vinir sem maður getur átt samskipti við án skilirða eru sannir vinir...
Guð geymi vini mína og fjölkyldu mína.. og ykkur hin líka..
Athugasemdir
Kem í heimsókn á morgun....
Hef verið í skólanum fram að kvöldmat flesta daga og nokkur kvöld í viku, hugsa þó til ykkar daglega.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.3.2008 kl. 20:26
Magga mín. Ég fer inn á síðuna þína daglega og fylgist með. Ég veit alveg hvað það er að glíma við erfiðleika og veikindi barns. Ég er með ykkur í huganum hverja stund og ég veit að þannig er oft með þig í okkar tilfelli. Mér finnst þú standa þig frábærlega. Eyddu orkunni þinni bara í ykkur tvö þið skiptið mestu máli þessa dagana.
Sigríður Jensdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:31
frá mér í tilefni þessara hugleiðinga.
Go on follow the light of the lighthouse. May the force follow you and let the wind blow in right direction for you. Capt. John.
Armann (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:35
Elsku Krumma mín... þú er ætíð velkomin... en ef þú villt hitta á okkur á morgun þá skal ég hella uppá heima því við fáum að vera þar yfir daginn á morgun...:o) fáum hjúkku heim til að sinna stráknum... það er tilbreitingin okkar þessa helgina...
Elsku Sigga mín... þið eruð náttúrulega svo yndisleg og skrítið að þú skulir skrifa núna því að ég fékk uppýsingar í dag sem gerir það að verkum að ég þarf að heyra í þér á mánudaginn...:o) er einmitt búinn að vera að hugsa til ykkar í allan dag... KNÚS til ykkar.. og krakkana..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.3.2008 kl. 20:37
Ármann... kæra perla... takk fyrir ljósið... þú ert svo magnaður einstaklingur að það eru fáir líkir þér.. Hef hugsað til þin og ykkar stundum... leitað að leirðarljósi, þarf kannski að vera duglegri vð það... gleymi stundum að sinna mér... en TAKK... væri sko til í að fá eitt af þínum hlíju knúsum núna... það kemur að því aftur...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.3.2008 kl. 20:44
Knús norður til ykkar, gangi ykkur vel
kv Eydís
Eydís Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:02
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:46
Þú fékkst góð svör frá vinum þínum... til hamingju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 22:16
Elsku Maggan mín...við erum alltaf saman í fjarlægðinni í huganum...þótt sambandið milli okkar hafið orðið lítið og ekkert þá hefurðu sko alls ekki yfirgefið hjartað mitt og ekki Ragnar minn heldur...æj það er svo erfitt að útskýra okkar vináttu í orðum finnst mér...hún er einhvern veginn alltaf og ég hef verið léleg í að segja þér það...ég sakna okkar oft...við erum einhvern veginn búnar að vera á sitt hvorri brautinni í lífinu í langan tíma...við eigum eftir að bæta úr því við tækifæri...og jafnvel fyrr en seinna!
Ég hef fulla trú á ykkur og sendi ykkur hlýju og fallegar hugsanir, góða nótt
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.