Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Betri dagur...
Halló...
Já þetta er betri dagur í dag en í gær... það er augljóst að ég þurfti bara aðeins og leifa mér að hafa tilfingar og leifa þeim að flæða, þá stend ég vanalega upp aftur fljótt.
Ragnar fór í aðgerð í morgun þar sem þeir skiptu um lyfjabrunninn og það lítur út eins og það hafi tekist núna að koma honum almennilega fyrir ... Svæfingin fór mun bertur í hann í dag... og er það ekki skrítið að hann skildi vera svona brjálaður í fyrradag... það GLEYMDIST að gefa honum verkjalyf og kæruleysislyfin áður en hann fór í aðgerðina... þannig að hann vaknaði með VERKIIIII... en í dag var þetta gert rétt og kem ég til með að sjá til þess að þetta verði gert rétt í framtíðinni.
En við erum glöð í dag þrátt fyrir allt... njótum þess að vera saman og njóta þess að vera á lífi.
Guð geymi ykkur... frá FSA-barnadeild herb.2
Athugasemdir
Gott að þér líður betur, leyfðu þér að gráta og kvarta...það gerir gott og losar steininn í hjartanu.
Kær kveðja til þín frá annari móður, ókunnugri
Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 19:55
Dásamlegt að þér líður betur Magga og gott að það tókst í þetta skipti að græja lyfjabrunninn hjá Ragnari...en OMG hvernig í veröldinni var hægt að klúðra svona lyfjagjöfinni fyrir fyrri aðgerðina?! Jahérna...eins gott að þú ætlar að vera með á nótunum og fylgjast með að svona lagað gerist ekki aftur!
Well...best að skvera sér í uppvaskið!
Hilsen til dig...Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:58
Það er ekkert skrýtið að hetjan hefði fundið til, jeminn!! En það er gott að þér líður betur Magga mín, þú ert algjör hetja líka. Bestu kveðjur til ykkar á FSA...Bogga.
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:45
Þetta eru óafsakanleg mistök... Strákurinn er hetja
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.