svona búum við...

Halló hæ hó...

Svona til að reyna að horfa jákvæðu hliðarnar þá tók ég tvær myndir til að sýna ykkur frá því hvar við búum núna...

stofa2

Hér er heimarvista herbergið okkar... eða þar sem við búum núna.

Þetta er nú ekki mikið, ekki sér baðherbergi, vondar rúmmdýnur, einginn matur handa aðstandendum en yndislegt starfsfólk, það bætir nú  upp helling... það er ekkert við það að sakast að manni líði ekki vel að vera endalaust hér alls ekki. Það eru meiri aðstæðurnar og einangrunin sem veldur því að maður tekur nettar dýfur í sálartetrinu og er ég búinn að berjsat við eina þannig síðann ég kom heim í gær.

Það hlaut nú að koma að því að ég sildi begja af í þessu ferli... ég er líka þannig að ég leyfi mér að finna það sem kemur þegar það kemur... þannig að ég er buinn að ver með bólgin augu og rauðeygð í allan dag og hefur ekkert mátt segja við mig sem hljómar eins og samúð þá byrja ég að gráta.  Það eru allir hér á sjúkrahúsinu að vilja gerðir að hjálpa manni en það sem mér þykir  

ragnar-sjúkrahus erviðast er að saga okkar Ragnars er svo miklu lengri og flóknari en bara þetta sem er í gangi í dag, og ég er ekki til í það að tala við hvern sem er um allt sem er búið að ganga á.  Í dag kom félagsráðgjafi sem ætlaði að hjálpa mér við að sækja um ummönnunarbætur með Ragnari. Hún var greinilega glöggur starfsmaður þannig að henni tókst að na fram tárum hjá mér enda meir og það spannst umm smá umræða og vill hún reyna að koma því að ég farai vikulega til sálfræðingsinns míns og helst að eg komist í ræktina líka því að ég er svona við það að missa stjórn á sjálfri mér aftur ... en vonandi stendur það ekki lengi eins og undanfarið.

Hér til hliðar sjáið þið Ragnar með lyfjabrunnninn sinn brosandi eins og vanalega... reyndar kom úr kafinu að það mistókst að koma brunninum almenniega fyrir í gær þannig að hann þarf að fara aftur á morgun í svoleiðis svæfingu og allt aftur ... það er óskandi að hann verði ekki eins brjálaður eftir það eins og í gær... ég er ekki viss um að ég þoli það svona strax aftur. 

lyfjagjöfHér sjáið þið gullið fá lyfjagjöfina sína eins og kongur í hásæti... kveinkar sér ekki né kvartar á neinn hátt. Hann hringir bjöllunni eins og hann sé á hóteli og hjúkkurnar hlaup hér framm og til baka fyrir hann með bros á vör. 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja núna er ég búinn að væla nóg í bili... :o) þanngi að læt þetta duga núna...

Bless í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æ mér finnst það ekkert skrítið þó þú bognir...veit hins vegar að þú kemst í gegnum þetta eins og allt annað.....þetta hefst Magga mín.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:42

2 identicon

Hei það er nú ekkert nema eðlilegt að kikna undan álagi annað slagið! Maður getur ekki alltaf verið sterkur og hvað er þá betra en að gráta smá og detta í netta sjálfsvorkun...það vill þannig til að það hjálpar manni...hljómar furðulega en einhvers staðar verður maður að fá útrás fyrir tilfinningum sínum og ef við lítum á tárin sem tilfinningar er þá ekki bara fínt að gráta þeim í burtu til að létta á sér!?  Þið eruð alveg með þeim duglegri sem ég veit um...

Gaman að sjá myndirnar ykkar...sendi ykkur knús og eigið góða nótt...Magga þú veist hvar ég er...er það ekki?! Mátt koma og skæla hjá mér  hihiiii

Hafið það gott,

Guðrún, kvenfélagið og Sigginn líka

Guðrún (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er ekki undarlegt að þú bognir við þessa erfiðleika. Hugur minn er hjá ykkur mæðgininum. Hann er duglegur

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband