Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Home sweet home... í eina nótt...
Ég varð klökk þegar ég labbaði inn um útidyrnar mínar áðann... þreytt og uppgefinn eftir langann erviðann og gefandi dag. Það er mér mjög ervitt að geta ekki verið "heima" núna þegar maður er í svona erviðleikum með barnið sitt... Núna hef ég ekki sofið heima hjá mér síðann á miðvikudaginn... í nærri vikur og það svíður sárt. Mig langar ekki að eiða tímanum mínum hér heim með því að sofa... mig langar bara að vera heima.... þetta er svakalega skrítin tilfingin, og mjög ervið... Ég gekk inní herbergið hans Ragnars og talaði við það eins og hann væri heima... úfff.... nú tárast ég... það er ekkert heim nema að hann sé hér líka.
Í dag horfði ég uppá barnið mitt gráta og öskra eins og alldrey fyrr... ég hef ALDREY séð hann svona. Hann vaknaði illa uppúr svæfingu eftir að það var verið að setja í hann lyfjatrekt... eða hvað sem það heitir... þá er opnað við viðbeinið og veidd upp æð þar sem er settur langvarandi æðaleggur ... hann barðist um eins og ég veit ekki hvað og á tímabili þurftum við að verða 3 á honum því að hann er jú nautsterkur barnið þrátt fyrir veikindin. Svo ældi hann öllu og var mjög aumur í allan dag... Eftir þetta rauk ég af stað niður í skóla því nú er bara að bretta upp ermar og fara af stað í Lokaverkefnið... þegar þeim fundi lauk þá fór ég í nýju vinnuna mína...(maður verður víst að lifa á einhverju þrátt fyrir allt)... ég er að kenna kvöldnámskeið á tölvur... og var að koma heim frá því núna... Það er svo gaman að kenna finnst mér og þetta er allt fullorðið fólk og veit hvað það vill... mjög gefandi.
Þannig að hér sit ég heima... vil ekki fara að sofa... dauð þreytt og meir... langar að fara uppá sjúkrahús og knúsa það fallegasta sem er til í heiminum hann son minn... en veit að ég verð líka að hugsa um mig þess á milli til að ég fari ekki alveg yfirum...
JÆJA ...sofa er það ekki næst á dagskrá... ég held það...
Athugasemdir
Hér færðu eitt risastórt faðmlag elsku Magga mín ....næstu dagar verða vonandi betri.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.2.2008 kl. 00:06
Æj ósköp er þetta erfitt, blessað barnið
Guð gæti ykkar
Ragnheiður , 27.2.2008 kl. 07:56
Þú ert svo dugleg Magga mín og mikið heppin að hafa hana mömmu þína ykkur innan handar...þið eruð svo magnaðar mæðgurnar!
Leitt að lesa um erfiðan dag og vonandi náðirðu góðum svefni og vonandi verður dagurinn í dag betri og auðveldari en í gær fyrir ykkur öll...
Knús á ykkur...Guðrún...
Guðrún (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.