Laugardagur, 23. febrúar 2008
í öðru sæti...
hæhæ...
Já leindóið var að ég var tilnefnd til Nemendaverðlauna FÍT... Þetta er svo eins og Óskarinn... hehehhee... dómnefnd tilnefnir aðila til verðlauna og svo eru veitt ein aðalverðlaun... Þvímiður náði ég þeim ekki en það er sko í góðu lagi tilnefningin sjálf er þvílíkur heiður... Sjálf veit ég um allavega 10 sem senndu inn í þennan flokk og við vorum einungis 2 tilnefnd til verðlauna.. og ég held að það sé öruggt að það hafi mun fleiri nemendur sennt inn. Sá sem vann er íslenskur nemandi í Belgískum Listaháskóla... þannig að það má segja að ég er besti nemandinn í íslensku skólunum hehhehehee... smá grobb... en ég er mjög sátt við mína frammistöðu.
Verkið sem ég fékk viðurkenninguna fyrir verður sennt áfram í Evrópu keppnina sem er haldi í sumar og verkið og allt um mig kemur í stórri Evrópskri hönnunarbók (Bestu hönnuðir Evrópu 2008) ... þannig að ég er kominn með vissan stökkpall útí lífið sem grafískur hönnuður.
Hér er verkið sem ég fékk viðurkenninguna fyrir...
Athugasemdir
Til hamingju Magga mín....þetta er aldeilis plús i tilveruna hjá þér sem hefur verið erfið uppá síðkastið.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.2.2008 kl. 14:51
Frábært!....
Til hamingju og þetta er æðislegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 14:57
Frábært hjá þér, til hamingju!
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:24
Æðislegt! Þú ert bara frábærust !! Kyssi þig og knúsa þegar ég hitti þig næst.
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:00
Hei, þetta er ógisslega flott! Til hamingju með þetta...vona að kvöldið hafi verið ánægjulegt...átt svo sannarlega skilið að njóta þín áður en þú kemur norður aftur og tekst á við "ætlað láta mér batna" hlutverkið!
Knús og góða nótt...
Guðrún...
Guðrún (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:03
Glæsilegt!!!!! Til hamingju stelpa
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:24
Til hamingju Magga .. Þetta er MJÖG fllott hjá þér. Ég sá þetta verk og hreifst mjög að þegar ég skoðaði sýningu skólans :)
Hólmgeir Karlsson, 24.2.2008 kl. 22:05
Glæsilegt...þetta átt þú sannarlega skilið... til hamingju mín kæra.
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:23
Hæ er að nettengjast aftur og held áfram að fylgjast með frábært að heyra að Ragnar skuli vera að hressast af þessu og frábærar fréttir með 2.sætið innilega til hamingju með þetta allt god bless og kveðjur frá hveró
Sæmi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:01
Glæsilegt Magga þú ert bara snillingur.
Gott að heyra að Ragnar sé á uppleið.
knús af krók
Guðný Jóhannesdóttir, 25.2.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.