Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Framhaldið...
Jæja þá er komin áætlun um framhaldið í því að "láta sér batna"
Við hófum lyfjagjöf í dag og það kemur uppúr kafinu að hann þarf að fá lyf á 6 tíma fresti... í minnst 6 vikur... það þýðir að við þurfum að vera nær allan tíma á sjúkrahúsinu. Við getur farið heim á milli gjafa á daginn. Það er líka á planinu að fara suður í næstu viku í uppskurðinn stóra.
Þannig að ég sé ekki frammá að ná að blogga mikið.... hvað þá vera heima hjá mér... en við ætlum að láta okkur batna...
Jæja en ég skal nú samt láta ykkur vita varðandi leindóið á morgun... og Guðrún, maður þarf alltaf að fara úr feldinum þegar maður er búinn að vera ein eins lengi og ég hef verið... en ég er ekki að fara að sýna mig neitt sérstaklega í þessari ferð. Þessi ferð verður aðalega góður stökkpallur fyrir framtíð mína í hönnun...
Reyndar er nú þegar fatið að berast símtöl þar sem mér er boðið störf í framtíðinni... þannig að núna er bara verið að huga að framtíðinni... sem er bara flott mál.
Jæja kæra fólk... takk fyrir stuðninginn undanfarið og megi Guð geyma ykkur...
Athugasemdir
Gangi ykkur mjög vel að láta ykkur batna!!!
Nú er það svo "bara" eitthvað vinnudæmi!!!!,,,,
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.