Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Upplýsingar að utann...
Jæja... þá eru niðurstöður úr næmnisprófinu að utann komið... mér til mikillar undrunar því ég var búinn að búa mig undir að bíða í viku til tíu daga í viðbót.... EN AUÐVITAÐ FRÁBÆRT og hefst lyfjameðferð í fyrramálið ... og kemur hún til með að taka mánuð með einu lyfi í æð 3 á dag... þetta er allavega þar sem á að byrja... Við förum suður í aðgerðina í næstu viku þannig að núna framm að páskum verðum við uppá sjúkrahúsi. Okkur hlakkar bara til að fara að takast á við það að láta okkur batna...
Ég er að klára síðasta kennsluáfangann minn í skólanum á morgun ... svo er það bara LOKAVERKEFNIÐ... Reyndar er eitt mjög spennandi að gerast hjá mér á föstudaginn... en þið fáið ekkert að vita um það fyrr en í fyrsta lagið þá um kvöldið... usss... ég má ekkert segja... Segjum það þannig að það krefst ferðalags, handsnyrtingu, nýja klippingu og fínni föt.... hehehheee.... nú segi ég ekki meira...
Jæja... núna ætla ég að REYNA að róa mig niður og leggja mig...
KNÚS í bloggheim...
Athugasemdir
Góðar fréttir að nú sé komið að bataferlinu :)
Vona að ykkur gangi þetta vel ... og þér líka Magga með "leindóið"
Hólmgeir Karlsson, 21.2.2008 kl. 00:22
Flottar fréttir. ´
Hann hristir þetta af sér á met tíma.
Ég hef víðtæka reynslu af því að vera svara,,,,,,,,,,,,
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:34
Jeij...góðar fréttir...mikið er ég glöð!
Magga þarftu líka að fara úr feldinum útaf leyndóinu???! heheheheee...
Guðrún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.