Sunnudagur, 17. febrúar 2008
hiti og súkkulaði...
Jæja það kom að því að sonurinn skildi "veikjast" ef má orða það þannig... í hádeginu var hann kominn með 39 stiga hita...og bað einn læknirinn mig uppá sjúkrahúsi að láta vita og koma með hann þangað ef hann færi yfir 38,5 þannig að við fórum á sjúkrahúsið í dag og vorum innskrifuð það. Ragnar er með dúndrandi hausverk og beinverki og mjög slappur. Það var tekin blóðprufa hjá honum og kom þá í ljós að hvítublóðkornin hafa ekki verið lægri en núna...Reyndar fengum við að fara heim og sofa þar í nótt og svo verður samráðsfundur allra læknanna í fyrramálið og má ég fara með hann uppeftir ef hann breitist eitthvað meira. Þannig að líkami hans er farinn að gefa eftir greinilega þannig að núna byð ég um það að niðurstöðurnar að utann komi á morgun svo að það sé virkilega hægt að fara að gera eitthvað því núna er þetta farið að taka of mikinn toll af honum. Hetja mín... mikið sem hann er nú samt góður...
Þannig að við fórum hér heim og buðum mömmu og Hallgrími í súkkulaði veislu og nutu allir samverunnar og svo spiluðum við soldið til að dreyfa huga allra...
Jæja ég ætla að skríða uppí "mömmuholu" til hans og horfa með honum á Transformers...
Athugasemdir
Transformers er mikið betri mynd enn ég bjóst við.
Stuðningskveðjur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2008 kl. 19:19
Bróðir minn átti fullt af Transformers-köllum þegar hann var lítill og þegar hann lék sér með þá ásamt vinum sínum þá hét það að "fara í kalló...." hahahahaaa...
Elsku þið...æji ég á einhvern vegin ekki nein orð til að segja, langar svo að allt batni hjá ykkur! Vildi að ég gæti lagað það! Gangi ykkur rosalega vel, hafið það gott og ég hugsa til ykkar...
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:16
Æi Magga mín, þetta eru ekki góðar fréttir....vonandi færðu svör sem fyrst svo hægt sé að hefja meðferð...en svakalega sem þið eruð dugleg.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.