Laugardagur, 16. febrúar 2008
Ekki misskilja mig...
Elsku bloggvinir, vandamenn og vinir....
ekki misskija mig... í síðustu færslu átti ég alls ekki við ykkur...
Það sem er farið að fara svona í mig er að t.d. ALLIR í skólanum vita um málið og meira að segja fólk sem ég hef í rauninni ALLDEY talað við er farið að hrúast í kringum mann og vilja spjalla um málið, það liggur við að ég þurfi bara að halda blaðamannafund þá daga sem ég mæti í skólann... ég má ekki fara inn á neina heilbrygðisstofnun án þess að allir þar viti um málið og vilja vorkenna okkur...á öllum stofnunum er einhver sem ég þekki ekkert svo vill tala líka... skólanum hans Ragnars, tryggingastofnun og svo framvegis...
Ég veit mjög vel að málið er bara að fólk vill vera almennilegt og hjálpa...og ég verð að segja að ég hef ALLDREY fengið eins góða þjónustu hjá hinu opinbera síðann Ragnar veiktist...og fyrir það er ég mjög þakklát... MJÖG... það sem þreytir mig að að allir vilja smáatriðin... og ég er bara orðinn þreytt að segja söguna aftur og aftur... ég hef bara einga þörf fyrir það...
Hér inni þekkja allir málið frá upphafi of ég þarf ekki að segja alla mína sögu líka... hehehe.. ef þið skiljið hvað ég á við... hér inni get ég skrifað það sem mér liggur á hjarta og fólk hlustar og sýninr huglægann og orðlægann stuðning sem mér dugara fyllilega með því að hafa mína nánustu með mér í málinu...
Við mæðginin tókum allt til hjá okkur í dag og bökuðum köku og gerðum hrístoppa... á morgun ætlum við að baka pönnsur og bjóða nokkrum í kaffi til okkar til að halda uppá að "okkur líður vel saman".
Þannig kæra fólk ég vona að ég hafi ekki móðgað ykkur á neinn hátt... það var ekki meiningin og byðst hér með fyrirgefningar á því ef þannig fór... þið eruð mér MIKILL stuðningur ...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Maður kemst að því hverjir eru vinir þegar á reynir( ég veit það af eigin raun) enn Það er bara staðreynd að sumt fólk getur ekki hamið forvitnina! Þannig er það og þannig verður það.
Kær kveðja frá Landinu græna(hvíta)
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:28
Einn kunningi minn sagði eitt sinn við mig,,ekki misskilja mig vitlaust,,.
Númi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:46
Ég er ekkert að miskilja þig...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 22:48
...bara að láta vita að ég kíkti!
Ég vil meina að ég sé vinur í raun...og ég vona að þú vitir það Maggan mín!
Góða skemmtun í kaffiboðinu ykkar á morgun, góða nótt til ykkar þarna uppfrá
Guðrún (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:24
luv jú....honníí......
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:59
Þetta er auðskilið Magga. Svona er lífið, það getur líka verið erfitt að sýna samúð og velvilja, sérstaklega fyrir þá sem standa fjær án þess að vera að hnýsast eða valda ónæði. Mörkin geta verið óljós. Láttu þetta ekki stela orkunni þinni, því þú þarft á henni að halda fyrir þig og gullmolann þinn.
Bestu kveðjur til ykkar :)
Hólmgeir Karlsson, 17.2.2008 kl. 16:07
Ég skil þig svo vel, er ekkert að fara á mis við það! Þið eruð frábær.
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.