10 dagar liðnir...

Já í dag eru 10 dagarnir liðnir sem var settur sem hámarkstími á niðurstöður og utann... en enn eingin svör...þannig að í okkar tilfelli er greinilega lengri tími...

Það sem róaði mig í dag var að það var augljóst í tali og svörum læknanna á FSA að þeir eru ornir mjög órólegir útaf þessu "eingin svör" máli. Ég veit að sýklasérfræðingur Landspítalans var fengin líka í málið og hann bað um tékk á honum í dag og ef hann væri hress þá ættum við að vera róleg yfir helgi.  Ragnar var sendur í lúngnamyndatöku og allskonar skoðanir sem auðvitað komu súper út... Mér skilst að ef sýkillinn er látinn vera á hann það til að leita í lungun eins og heðbundnar Berklaveirur... en hann er með  flott og hrein lungu ekkert á leiðinni þangað. Ragnar er samt orðinn þreytulegur með bauga undir augun og pirraður í skinninu sínu, stöðugir hausverkir og almenn vanlíðann... það furðar eingann miðað við hvað er í gangi hjá þessari elsku. Hetjan mín ... stendur sig auðvitað eins og hetja...

En ég er að pæla að hætta þessu núna.. ég verð líka að viðurkenna að ég er orðinn smá þreytt á því að tala endalaust um þetta... ég get ekki farið útúr húsi eð eitt þá eru alltaf einhverjir sem hafa heyrt um málið og vilja tala um málið... Mér þykir rosalega vænt um þá sem skilja málið og líðann mína á meðann þessu stendur.. ekki miskilja mig... það sem truflar mig er að það er svo mikið af fólki sem ég þekki ekkert sem vilja allt í einu vera mínir bestu vinir og fá að vita allt... það hjálpar mér ekkert... meira að segja vill algerlega ókunnugt fólk ræða við mig...  merkilegt...

Vonandi miskilur mig einginn... þetta er ekkert persónulegt... bara orðinn þreytt og nett stressuð og illa sofinn ...  og langar bara að fá lausnir á þessu og geta haldið áfram með okkar venjulega líf.

Jæja ... núna er kominn háttatími.

Guð geymi ykkur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað ertu þreytt, það er ekkert smáræði að takast á við svona veikindi!  Mikið skil ég þig...  Mér finnst nú bara fyndið að þér nánast ókunnugt fólk hefur allt í einu áhuga á að spjalla, nottlega bara af því að Ragnar er veikur...forvitnin er stundum ótrúleg  --------sjiiihhhhhh--------best að vera ekkert að tjá sig meira um svona, gæti bara misskilist!

Við spjöllum kannski aftur seinna, vona að einhver hreyfing komist á þetta veikindaferli hjá ykkur sem allra fyrst...knús til snúðs og þín líka! Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband