Byrjun dagsinns í dag...

" það er mikil huggun að geta horfst í augun við vandamál okkar með trausti, von og æðrruleysi. ef við getum séð og viðurkennt bresti okkar af meiri hreinskilni opnar það okkur dyr að nýjum heimi og getur einnig breitt vanmætti okkar svo mjög að sýnist ganga kraftaverki næst." ( Einn dagur í einu með AlAnon).

Það er svo magnað að geta sýnt æðruleysi í þeim vandamálum sem við þurfum að taka okkur fyrir hendur á hverju degi í lífinu. Ég er að berjast við það núna að reyna að koma reglu á líf okkar mæðginanna aftur (ekki að það sé óregla) en nú er skólinn búinn hjá mér og ég þarf að fara að fá á hreint hvenig sumarið verður hjámér... hvort og þá hvenær ég þarf að flytja,hvert á ég að flytja, hef ég efni á því, hvaða vinnu fæ ég fyrir sumarið. Öll svona óreiða á illa við mig í mínum bata en svo er ég nú líka að minna sjálfann mig á að ég hef ekki slakað á í ár núna... ekkert sumarfrí ekkert þannig ekkert frí og eingar pabbahelgar... þannig að það að ég skuli ekki fara í ræktina, ekki vera á fullu að vinna, að ég skuli sitja og horfa á ymbann... lesa bók og sof út núna í nokkra dag sé nú bara kærkomið frí ... en málið er að þetta verður ekki frí nema að ég ákveði það og sýni æðruleysi.. og LEYFI mér að vera í fríi....:) það kemur... en þá eru líkur á að fríið sé búið... hehehehee.. svona er maður duglegur að brjóta sjálfann sig niður og eiðileggja... En nú er að vara meðvitaður um sjálfann sig og manns þarftir... :) byrjum þar...
Njótið dagsinns...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband