Mánudagur, 11. febrúar 2008
Smá nýtt... en ekki mikið...
Við fórum í tölvu sneiðmyndatöku í morgun... og það lítur út fyrir það að sýkingin hafi ekki dreyft meira úr sér síðann fyrir mánuði síðann... sem eru góðar fréttir ... en hún er enn þarna eins og síðast...
Það eru ekki enn komanr niðurstöður að utann... þannig að við bíðum bara enn meira..
Ég hef reyndar upplifað í dag svo mikla hjálp frá stofnunum... fjölskyldudeildinni, skólanum og trygginganstofnun...svo má ekki gleyma Höldur bílaleigu sem ætlar að styrkja okkur með bílaleikubíl á meðann við erum í Reykjavík svo að ég þurfi ekki að keyra suður. Hér í bæ eru hellingur af yndislegu og hjálpsömu fólki...það kemur mér skemmtilega á óvart... takk allir sem hluta að eiga...
Jæja ég ætla að reyna að sinna skólanum núna... ég skrifa strax þegar nýjar fréttir koma...
P.S... ég vil bjóða nýja bloggvini velkoman í hópinn...
Athugasemdir
Höldur bílaleiga...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 22:24
Well...þetta eru fínar fréttir...gott á meðan þetta versnar ekki!
Snilld að fá svona góða aðstoð
...farin að glápa á TV! Hafið það gott...
Guðrún (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:51
Höldur á heiður skilið, klárlega besta bílaleigan og líka al norðlensk :)
Bestu kveður til ykkar, ljós og hlyjar hugsanir :):)
Hólmgeir Karlsson, 12.2.2008 kl. 22:35
Hún Sigga (Lilja) litla systir mín var að segja mér frá því hvað væri búið að ganga á hjá ykkur, langaði bara að senda ykkur kveðjur með óskum um góðan bata
Kveðjur frá Egils
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.