Þau sem ég elska ...

þau sem eg elska

Það eru 2 manneskjur í lífi mínu sem ég elska óendalega mikið... og mér finnst ég ekki segja það nógu oft eða nógu skýrt... og í raunninn finnst mér ég ekki geta tjáð það á nógu sterkann hátt...

Það er ekkert í lífinu sem ég myndi ekki gera fyrir þessi tvö, þau erum mér allt og lífið sjálft væri miklu, miklu snauðara ef þau væru ekki í því.  Það er mér ómetanlegt hvað þau hafa kennt mér og sýnt... þær gleði stundir sem við höfum átt saman og allur sá lærdómur sem við höfum gengið í gegnum saman... Við 3 erum skytturnar þrjár... við getum sigrast allt bara á vitneskjunni um ást okkar á hvort öðru... óskylirt og hrein... 

Mamma... þú ert sú manneskja sem ég lít mest upp til af öllum á þessari jarðkringlu... þú ert sterk, næm, skynsöm, heiðarleg, ætíð viljug til að hjálpa, elskar frá rótum hjartanns, dugleg, og ert mamma mín. Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

Ragnar... þú er ljósið sem gafst lífi mínu gildi, bjartsýnari og sterkari sál hef ég ekki kynnst, þú elskar eins og amma frá hjartarótum og maður finnur það endalaust. Þú ert svo mikil hetja og ert þessa dagana að kenna mér þolinmæði og æðruleysi sem alldrey fyrr... Þú kenndir mér að elska skyliðislaust og sýndir mér að lífið er þess virði að lifa því eins og ég er með öllum mínum kostum og göllum... Það er mér heiður að vera móðir þín ... ætíð...  Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

Guð geymi ykkur á fallegasta stað sem til er... verndi ykkur og geymi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...bara að tékka hvort það væru nýja fréttir af ykkur!

Falleg orð sem þú skrifar til mömmu þinnar og Ragnars...

Hlýjar kveðjur í kuldanum (sem er úti...)

GEJ

Guðrún (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Virkileg falleg orð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Falleg orð um fallegt fólk. Gangi ykkur allt sem best. Hlýjar kveðjur að sunnan.

Vilborg Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband