Biðin...

Sælt veri fólkið...

Það sem einkennir daga okkar núna er bið... endalaus bið... Hver klukkutími er á við marga. 

Við bíðum eftir niðurstöðum frá Danmörku um hvaða lyf virkar á þessa leiðindar veiru. Uppskurðurinn sem Ragnar fór á þriðjudaginn hepnaðist ekki vegna bógu í eyrarganginum, þannig að það er eingin loftun á svæðið sem hefði verið gott til að vinna á þessari veiru... því að hún lifir best í vökva og raka... Hann er búinn að missa jafnvægisskynið og á það til að rekast á ótrúlegustu hluti, það tengist sýkingu eða skemmdum í miðeyranu. 

Áætlunin næstu daga er þannig að þegar niðurstaðan kemur að utann þá þarf hann að fá lyf í æð í vikutíma áður en við verðum send til Reykjarvíkur í uppskurðinn stóra. Svo er framtíðin óráðinn. Hann er að fara í Tölvusneiðmyndatöku á mánudagsmorguninn og þá kemur í ljós hvernig staðan er þarna inni... hvort þetta hefur versnað mikið frá því síðast.   

EN jæja.. það er vídókvöld hjá okkur í kvöld og þarf ég að fara að undirbúa það...

Kærar þakkir fyrir innlitin og falleg orð og hlíhug í okkar garð.

Guð geymi ykkur ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji vina mín, Þú veist hvað ég ætla að segja!! Ég hugsa til ykkar.

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:51

2 identicon

Ný færsla og þá læt ég vita af mér...er alltaf að hugsa til ykkar og senda hlýja strauma, vona að þið finnið það!  Gott að þið getið kósýast smá...

Magga ertu ekki enn með gamla númerið þitt? Fékkstu skilaboðin frá mér...ef svo er, hugsaðu málið...láttu mig vita...

...djí hvað þetta rok er að gera mig bilaða

Góða nótt

Guðrún (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Takk Þráinn... þú ert alltaf saman perlan og frábær vinur....

Já Guðrún mín ég fékk smsin frá þér en útaf því að þú sagðir að síminn væri bilaður þá svaraði ég ekki... Já við finnum sko þegar fólk hugsar til okkar... það er ekki spurning... Nú veit ég ekki hvort þú ert enn með gamla númerið þitt.. endilega bjallaðu ég er líka enn með gamla heimanúmerið...

Já þetta verður gerir heilbrygt fólk snar... það er víst... ég er hér uppá Vestursíðunni og fæ þetta allt hér niður á stofugluggan minn...

já við áttum notalega stund að horfa á Rettetúi... hehehe..

Góða nótt kæru vinir. 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.2.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og

Hólmgeir Karlsson, 9.2.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband