Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Lífið í dag...
Sælt veri fólkið...
Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem hafa sennt mér falleg og hughreystandi orð og hugsanir. Það skiptir mann miklu máli að finna stuðninginn í þessu ferli okkar mæðginanna, og það skal líka viðurkennast að maður finnur líka almennilega hverjir eru vinir mann í raun þegar svona sendur á, TAKK FYRIR ÞAÐ KÆRA FÓLK.
Það skal viðurkennast að ég er ennþá í þoku og í rauninni hafa tilfingarnar gagnvart þessu ekki náð inn ennþá. Ég sef illa og lítið, ég borða annaðhvort ekkert eða allt of mikið og svo flögra ég á milli verka. Ég átta mig á því að ég verð að hleipa tilfingunum af... og ég kem til með að gera það þegar þær banka uppá.
Ragnar fór í fyrsta uppskurðinn í dag... þar sem rörið var tekið og reynt var að gera stórt gat á hljóðhimnuna til að lofta um svæðið og hleipa út... en það gekk víst ekki nógu vel að opna þarna því svæðið er svo bólgið og illa farið. Þannig að núna er bara biðstaða þangað til á föstudaginn þá verður tékk aftur ef Ragnari hrakar ekki (fær hita og þannig). Það er veriðað bíða eftir niðurstöðunum úr þolnisprófinu frá DK áður en hægt verður að gera nokkuð meira.
Ragnar tekur þessu öllu með sínu yndislega æðruleysi og gleði... og skilur ekkert í því að hann fái hausverk eftir að hafa verið að hoppa um og skoppa. Ef eitthvað er núna þá er það að hemja hann og fá hann til að slaka á... hehehee... þessi elska... er á meðann er... Því ég veit að það sem er frammundan verður ervitt og þá þurfum við á öllum okkar kröftum.
Ég hef heyrt ýmsar sögur varðandi svona sýkingar ... lyfjagjöfin eftir aðgerð getur farið uppí ÁR allavega nokkra mánuði. Lænirinn okkar sagði allavega 3 vikur... sem er það minnsta sem ég hef heyrt... flestir segja nokkrir mánuðir. Þannig að ég ákvað það að taka bara einn dag í einu og gera mitt besta með hvern dag fyrir sig.
Jæja... ég ætla að láta þetta nægja í bili.
Athugasemdir
Sæl Margrét mín.
Ég hugsa til ykkar mæðginanna og óska ykkur alls hins besta. Knúsaðu drenginn þinn frá mér.
Guð geymi ykkur bæði tvö,
Elín.
Elín Stephensen (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:17
...bara að láta vita af mér, er að fylgjast með ykkur.
...sendi áfram hlýja og góða strauma til ykkar...
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:31
Baráttukveðju frá öllum á Selfossi. Þið eruð af svo góðu kyni að þið komist í gegnum þetta, enginn vafi. Kv. Kristjana og co og Sigga og co
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.