Þankar dagsinns...

Já ég er ekki kominn á mikið betri stað en síðast... en hausinn á mér hefur ekkert stoppað... og það merkilega við málið í dag er að ég er búinn að leggja spilinn á borðið við alla í kringum mig.. mömmu, skólann, vinina, leikskólann og alla í rauninni... en.. ég er samt eins ein.. því að auðvitað er það mitt að leita mér hjálpar... jæja.. ég er líka búinn að því.. Reyndi að hringja í Karolínu ( ráðgjafann minn sem þekkir mig 100% ) nei.. hún er ekki við fyrr en í næstu viku, ég fæ slakka í skólanum sem er mér mikils virði því ég vil ekki eiðileggja það fyrir mér... Mamma enn úti... og það er svo merkilegt að það er einginn sem ég get tekið upp símann og hringt í og ég get fengið að fara til... annaðhvort svara mér einginn.. eða eru þeir svo langt í burtu... Ég hreinlega hugsaði það í morgunn að labba mér uppá geðdeild á sjúkrahúsinu og athuga hvort það sé einhver þar sem vildi tala við mig... Mig vantar einhvern sem ég get sagt allt við, verið eins og ég er grátið, hlegið eða hvað sem er án þess að finnast ég vera að troðamínum málum á aðilann. Mér finnst ég vera að troða mér á vini mína.. þessa ÖR FÁU sem ég virðist eiga.. því það er líka merkilegt að það kemur VIRKILEGA í ljós hverjir eru til að vera þegar maður þarf að fá að rugla í einhverjum.. Það skiptir alla máli að eiga trúnaðarvin sem getur bæði skilið mann og leiðbeint... einhvern sem er ekki tengdur hagsmunum manns... Þannig að hugsanr mínar fara í fleiri og fleiri hringi... Mér var nú ekki alveg sama þegar deildarstjórinn í leikskólanum tók mig til hliðar og spurði mig bara beint út hvort ég væri ekki að brenna sjálfann mig út... hummm... hvernig áttaði hún sig á því... já... sagði hún.. ég lagði bara 2 og 2 saman.. með það sem ég veit um ykkur og svo hugsaði ég "gæti ég þetta.." nei... svo spurði hún hvort að ég gæti ekki fengið mér frí...FRÍ... hvað er það... ??? nei.. hver á að vara með barnið... það er einginn sem getur hugsað sér núna að taka strákinn og leifa mér að slaka á... hvað þá get ég farið eitthvað... heheheheee... bjartsýni... Hún vildi nú meina að ég ætti rétt á stuðningsfjölskyldu.. jújú ég á það... en er einhver tilstaðar... nei... svo er þetta allt strand í kerfinu... merkilegt nokk .. það er ég sem er verið að tala um.. Svo er annað... sem gerir mig nú bara daprari.. þetta er farið að hafa svo mikil áhrif á strákinn... og nú er kominn sálfræðingur á vegum kerfisinns í málið.. Hann er að þola hluti sem eru ekki góðir fyrir 5 ára... Hann þarf kkert frekar að fá frí frá mér.. og hann á rétt á því að mamma hans.. sem er það eins sem hann á sé í lagi... ég spyr sjálfann mig stundum að því hversu oft get ég gefist upp og náð mér uppúr því...???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband