vorum send aftur heim með

já... gærdagurinn var eins og að vera á þeysingi í stórri skopparakringlu... ég er að ná áttum núna... við semsagt fórum suður með fyrstu vél í gær... ekkert mál... Svo fórum við með fastandi barnið beint í Fossvoginn klyfjuð farangri og pirruðu barni... og þá tók "STOFNUN" greinilega við okkur... %683@..!!$$$ANSSKOTANS... STOFNANARBRAGUR sem fólk í heilbrygðisgeiranum er búinn að tileinka sér þarna fyrir sunnan... jújú... þeir mundu eftir að hann væri að koma...  EN sérfræðingurinn var greinilega það merkilegur að þeir létu okkur í biðröð hjá NEMA... sem átti að skoða þetta fyrst... ég lét nú í mér heyra... að það hefði bara einn maður átt að hitta hann og það væri þessi sérfræðingur... Jæja... efrir nærri 2tíma bið, mjög argann svangan snúð... kallaði "neminn" á okkur. þá var að drösla öllu dótinu úr biðstofuni með okkur inná einhverja smá stofu... það er ekkert boðið uppá að létta á manni og leyfa manni að geyma dótið einhverstaðar. neinei.. þeir eru ekki mannlegir þarna greinilega... Neminn... starði bara og vissi auðvitað EKKERT um drenginn... "ætli ég nái ekki í Sérfræðinginn" ... sgaði hann skömmustulega... ég hreitti útúr mér "já ... gerðu það endilega".   aaaaaaaaaaaarrrrrrrrrgggg...........

Hurrðu... hann kemur þarna ... fjall myndalegur með brúnku og collgeit hvítar tennur og breitt bros... og þikist vera hin sætasti... ég læt nú ekki útlit trufla mig þegar ég er kominn í svona ham... Þeir birja að rífa og þá meina ég rífa ( barnið er eitt stórt fllakandi sár eftir þetta) af honum umbúðirnar... og svarið vart ..."ÓÓjá... þið meinið"...  kannski við lítum á myndirnar sem ég var með á diski með mér því að tæknin á þessum blessuðu sjúkrahúsum er nú ekki betri en það í dag að það var ekki hægt að senda myndirnar suður á undan okkur. Jæja... þeir skoða og ráðfæra sig og koma svo um hádegið þegar barnið er farið að gráta af svengd.... og segja... "það er ekkert sem við getum gert meira.." ?????????????????????? WHAT!!!! já þið megið fara heim með næstu vél og já fá ykkur að borða... 

Við vorum semsagt send suður með myndirna sem EKKI var hægt að senda ... og snúið við aftur... semsagt  baninu var snúið svona framm og til baka eins og póstburðardýri...

Staðan er semsagt þannig að við erum komin heim aftur og snáði fer núna daglega á spítalann til að fá sýklalyf í æð og í tékk... svo er framhaldið ekki vitað... Mér hefur heyrst að þetta ferli geti tekið frá 1 viku uppí 5... þannig að við reynum núna að gera okkar besta til að halda geði... og sofa.

Jæja nógur pirringur í bili frá mér...

Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

PPPPPRRRRFFFMMMMMUUUUUMMM......gæti skrifað bók ja eða ritröð um lækna og Íslenska heilbrigðiskerfið....gangi ykkur vel.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

stimpilinn minn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Er´t ekk'að djóka ...
en Bloggknús og batakveðjur til ykkar

Hólmgeir Karlsson, 15.1.2008 kl. 15:41

4 identicon

Jedúddamía... Þetta er skelfilegt alltsaman!!! Ég hef ekki kíkt inn á síðuna þína síðan ég veit ekki hvenær, þannig að ég var að lesa alla sólarsöguna núna!!! Mér finnst þetta alveg hreint skelfilegt og vona bara að snúðurinn þinn nái sér eftir þetta alltsaman!!!

Sendi knús og batakveðjur

Sigga Rósa (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:05

5 identicon

Elskurnar mínar þetta hefur nú ekki verið skemmtileg ferð.  Vonandi gengur allt vel og þig jafnið ykkur á höfuðborgarbúunum og að þið fáið góða þjónustu "í sveitinni"

 Knús og kossar frá okkur á Selfossi

Kristjana Hrund Bárðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:16

6 identicon

Knús til ykkar  

Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband