Sunnudagur, 13. janúar 2008
Jæja... þá er það bara Reykjavík næst...
Sælt veri fólkið...
Núna sit ég hér í gamalli PC-tölvu uppá Barnadeild og ákvað að setja hér inn smá færslu... úff hvað þetta er skrítið umhverfi... þetta PC dót... hehehee... ég er ekkert smá sátt við MACann minn núna... reyndar er ég búinn að fá lánaðan MAC-book PRO til að taka með mér suður... það er svo gott að eiga góða vini... sem eru tilbúnir að lána manni fartölfurnar sína í svona ferðalög.
Við fengum leyfi til að halda veislu hér áðann á deildinni... og mamman pantaði pizzu og allt sem tilheyrir því svona til að tryggja að GULLIÐ borði nú eitthvað... það var eingin smá gleði... en því miður er lyfjaskammturinn sem hann er á svo stór að hann hefur nærri einga list... en aðeins meiri þegar það er pizza... Lína vinkona kom í dag með stelpurnar sínar og léku þær við Ragnar sem var æði fyrir hann því hér eru eingin önnur "börn" núna.. bara eldir krakkar... Þannig að heimsókn þeirra var mjög kærkomin.
Við förum suður eldsnemma í fyrramálið þurfum að vakna um 6 leitið... því mætingin er rétt um 7... svo verður farið beina leið uppá Fossvog þar sem sérfræðingurinn bíður okkar. Ragnar á að vera fastandi á morgun þannig að ég reykna með því að hann fari beint í uppskurðinn stór. Núna er hann með skurð við eyrað sem eru 6 spor og dren ( hehhee.... já eins og á húsum... ) svona svo að sýkinginn geti lekið út en eiðileggi sem minnst meira...
Hvernig þetta verður í Rvk. veit einginn... jújú... þeir reikna með að hann verði lagður inn í nokkra daga... og þá er ég auðvitað með þar... annas verða þeir að redda mér húsnæði ef við þurfum að vera undir eftirliti þarna... Minn kæri bróðir ætlar að lána mér bíl á meðann við erum í þessu standi... hehehe... Magga fær annaðhvort BMW-jeppa eða breittan LandCrúser til að þvælast um í borginni... en ég verð nú líklega ekki mikið í því... þótt ég voni að það sú aðilar sem séu tilbúir að leisa mig af þarna... svo ég verði ekki lögð beint inn á gedeild þegar ég kem heim... annas er þetta allt búið að ganga vel núna því að hér fyrir norðann hef ég auðvitað mína kæru móðir sem er óendanlega góð og hjálpsöm okkur hér. Ég veit ekki hvernig þetta er með föðurinn og hans fjölskyldu hvort þau verði eitthvað til staðar, það kemur allt í ljós... allavega ætlar pabbinn að ná í okkur á flug á morgun og keyra okkur í Fossvoginn sem er frábært fyrir Ragnar...
Jæja ég ætla að ná í fréttirnar... læt heyra frá mér aftur fyrr eða seinna....
Guð geymi ykkur öll.
Athugasemdir
Það er alltaf gott að hafa gott fólk í kringum sig.
Stuðningskveðjur frá Svíaríki.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 20:01
Elsku Magga og Ragnar.
Gangi ykkur vel að komast fyrir veikindin og sjáumst hraust.
Batakveðjur
Dagrún
Dagrún (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:32
Það er gott að eiga góða að maður finnur það á svona stundum. Hugsa hlýtt til ykkar og vonandi verður það bæði fljótur og góður bati. bestu kveðjur úr hveró
Sæmi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:41
Góða ferð og gangi ykkur vel :):)
Hólmgeir Karlsson, 13.1.2008 kl. 23:09
Ég hugsa til ykkar
gangi ykkur og vel og Magga....láttu vita ef það er eitthvað sem ég get gert...smjúts
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.1.2008 kl. 01:13
Váá !! Ég var bara núna að lesa bloggið þitt, er búin að vera í borginni síðan á síðasta fimmtudag. Elsku Magga mín, þetta er svakalegt, en eins og þú segir þá er fullt að góðu fólki í kringum þig sem vilja allt fyrir þig/ykkur gera. Það er ómetanlegt, sérstaklega þegar maður fær svona verkefni eins og þú og Ragnar eruð að fá núna. Ragnar er hetja og þú líka. Ég hugsa til ykkar, vonandi nær Ragnar fljótlega góðum bata.
Bestu kveðjur, Bogga.
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:31
Elsku Magga og Ragnar, ég veit að þið eigið eftir að standa þetta af ykkur og ná fullum bata. Gangi ykkur vel og látiði mig vita ef ég get eitthvað hjálpað.
Guð veri með ykkur
Kristjana Frænka og co, Selfossi
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.