Hafsjór tilfinga ... hvað er raunveruleikinn og hvað er samfélaglegar kröfur...

Góða kvöldið...
Hugur minn reyka núna um hyldýpi hjarta míns í leit að mínum sönnu tilfingum um hin og þessi málefnin. manni er samt mest af öllu hugsað til þeirra tilfinga sem maður ber til annarar manneskju og hvernig maður skilgreinir þær, ég vildi stundum að það væri til alþjóðlegur staðall á tilfingar... eingin, mjög lítil, lítil medíum, o.s.v.f. skali sem ætti við alla og þá væri eininn vafi á því að þetta væri "svona" en sembetur fer ( segir hugurinn) er þetta ekki þannig en hjartað er ringlað og fær magaverk af því að það veit ekki hvað það vill af hræðslunni við að særa aðra eða sjálfann sig. Svo hugsar maður til baka um þær tilfingar sem maður hefur borið til fólks í gegnum tíðina sumar svo sannar og hreinar en aðrar hafa brugðist svo heifarlega á báða boga... Hvenær missti ég kjarkinn til að elska... hver tók hann frá mér... eða er þetta bara eigingyrni því ég ræð mér sjálf núna... en ástin hefur ekkert með það að ráða einhverju... og í þessum hugsunum þá hniprar hjartað sig saman og fær krampa af einmannaleika og þörfinni fyrir nánd við aðra, tárin láta ekki á sér standa og svefninn tekur vanalega við á því stigi og hvítþvær allar tilfingar og verki, þannig að maður geti vaknað daginn eftir og haldið áfram að leita að þessu sönnu tilfingum.

Því er þetta svona ervitt að átta sig á... og sérstaklega þegar maður eru kominn yfir 30árin... ekki eins og maður hafi ekki geta þetta áður en svosem ekki fengið mikið af því góða til baka... Minnkar kjarkurinn með árunum eða er það satt þegar maður skílir sig bak við hræðsluna ... er þetta hræðsla eða heigulháttur...??? Afhverju getur sálin ekki bankað á í kaffi hjá manni og sagt manni til hvers er af manni ætlast eða geriri hún það og maður hlustar ekki... ???
Hvernig nær maður að hlusta betur... og gera það rétta í þessum mismunandi stöðum. Hver er rétta leiðinn í samskyptum kynjanna...?? Ég kís að láta hjartað ráða för... því oftar en ekki hér áðurfyrr sagði hugurinn " þú átt ekki betra skilið" þannig að eftir að hugurinn og þá minn vilji kom mér í þá stöðu að vera með áverkavottorð og mölbrotið traust á aðilum þá er ég hætt að treysta huganum.. og vil leifa hjartanu að taka völdin en hvað kaupi ég leiðarkort fyrir hjartað??? eða orðabók til að skylja tjáning þess???

Með þessar hugsanir hjá mér... og þér lesandi góður hef ég hug á því að fara í hvítþvott næturinnar og sjá hvort ég geti jafnvel hlustað á undidrmeðvitundina mína tala til mín... Hver veit nema ég fá svör við leit minni...
Megi Guð og góðar vættir fylgja ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband