Föstudagur, 11. janúar 2008
Biðin...
Sælt veri fólkið...
ég sit hér við tölvuna og bíð eftir símtali...símtal sem ég er upp og ofan með hvernig verður.
Þannig er mál með vexti að á þriðjudaginn byrtist stærðarinnar kúla fyrir aftan veika eyrað á syninum ... kúla á vi hálfa golfkúlu... síðann höfum við verið í tékki 2 á dag uppá sjúkrahúsi og núna áðann var hann í tölvusneiðmyndatöku. Hann fékk helling af síklalyfum sem viraðast ekki slá á þetta... og hann er að verða slappari og slappar núna í dag... kemur fram ná fölur og segist líða illa og kvartar undan hausverk... Friðrik "frændi" eins og við erum farinn að kalla háls nef og eyrnalækninn okkar ætlaði að skoða myndirnar og ráðfæra sig við kollega sína og hringja svo í mig... og það er símtalið sem ég bíð eftir... Hvað er að gerast hjá GULLINU MÍNU...??? Ég er búinn að halda haus í þessu núna en finn að ég er ekki í rónni núna og get lítið annað en beðið.
Þannig að ég sest niður og skrifa um það... kannski hjálpar það!!!
Athugasemdir
Einn vinnufélagi minn fékk einhverskonar kúlu á hálsinum. Hún bara óx og óx eftir fullt af rannsóknum og læknis-heimsóknum var kúlan tekin en hann fékk aldrei svar á því hvað þetta var.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 17:16
...vonandi er þetta ekki alvarlegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 17:17
Skil vel að þér skuli verða brugðið , sá það þegar ég hitti ykkur að kúlan er stór.....en best er að trúa því besta þangað til annað kemur í ljós...ég hugsa til ykkar og sé þig eftir helgi


Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.