Mánudagur, 2. október 2006
Jæja...ég er að verða búinn að fá nóg í bili en veit ekki hvernig ég á að komast útúr þessu...
Mig langar ekki núna að sitja hér og hlífa ykkur við veruleika mínum akkúrat þessa stundina... ég verð að skrifa þetta í von um að ég fái einhverja útrás eða eitthvað... Ég er buinn að berjast við mjög skrítnar tilfingar undanfarið...tilfingar sem snúast um hvar stend ég í lífinu...Ég haf talið mig manneskju sem er sjálfri mér nóg allavega síðasta árið... og finnst ég búinn að vera dugleg að sjá um mig og barnið... OKEY ... nú hugsar einhver ... hvaða væl kemur núna... allt í lagi... þá hættir viðkomandi að lesa... :) svo einfalt er það... Ég er ekki manneskja sem á auðvelt með að vera einangruð og ekki í samskiptum við fólk ... ég er félagavera og hef í gegnum tíðina átt mikil samskypti við mikið af fólki... en það hefur breist síðustu árin... og nú er sú staða kominn upp að ég virðist hafa breist svo mikið að það eru alls ekki mikil samskipti og í rauninni ekki nein... Er það kannski ég sem hef lokað eða hleypi ekki að mér... líklega.. og ég tek fulla ábyrð á því en hvernig sný ég þá við blaðinu... Núna eru liðnar 3 vikur af skólanum og mér líður eins þar... hef ekki marga til að tala við og sit bara í mínum heimi og vinn mína vinnu... Mamma mín þessi elska er svo mikið að vinna að sínum málum að ég haf hana ekki... Þráinn í Færeyjum, Óli að jafnasig eftir hjólakrassið og upptekinn af því, ég búinn að týna Guðruni í lífið... , Lína þessi elska og reyndar einn ónefndur eru þau einu sem ég hef en það er samt takmarkað... Ég legg ekki allt á aðila sem þekkja ekki alla mína sögu... :) það er ekki sanngjarnt... og svo er það Ragnar þessi elska... sem reynir allt semhann getur... en er bara 5ára... Ég tek upp símann og hringi í einhvern af þessu gömlu góðu.. en eðlilega flestir eru órfíkir og uppteknir af nýju íbúðunum sínum og bílum... vinnu og börnum.. mökum og brúðkaupum... en á meðann þá leiðist mér... ég er eirðalaus vegan þarfar fyrir fólk og samskypti... ég græt því að mig vantar nánd... ég kemst ekkert því ég hef ekki pössun eða bíl... Mig langar svo í smá frí fyrir mig... en ég hef ekki möguleikann... Kannski er ég að fara í haustþunglyndi.. eða aumingjaskap eða veruleikafyrringu... ég bara veit það ekki.. ég veit hreinlega ekki hvað er að mér þessa daganna.. ég veit það bara að ég er ekki lík sjálfri mér... og mér finnst ég alltaf að tuða um það og þeir sem eru að heyra þetta aftur eru örugglega ornitr leiðir og pirraðir á mér að ég rífi mig ekki upp á rassgatinu og geri eitthvað... en hvað... hvað á ég að gera... og hvernig... ef einhver hefur launsnina fyrir mig endilega látið mig vita... PLÍS.... Ég varð döpur í dag því ég fór að hugsa til Lindu aftur.. og missirinn okkar allra... hversu mikið ég sakna hennar það var nóg að vita hvar hún var því ég vissi að hún hefði orðið Ragnari svo mikls virði ef hún hefði fengið tækifæri til... Elsku Linda... eingillinn minn... Megiur lifa í ljósinu að eilífu... það er langt síðann að ég hef farið svona langt niður aftur síðann ég náði mér uppúr mínu þekkta þunglyndi um árið... og ég skal viðurkenna það að ég er lafhrædd um að lenda í þerri kildru aftur.. og ég berst af líka og sál að gera það ekki... Ég sá viðtal viðtal við mann í Kastljósinu í kvöld sem talaði um geðhverfasýki sína og það kraftaverk sem hann hefur fengið að losna undann lyfunum.. og ég get verið sammála honum um að þetta er nauðsynlegt að losna undann.... það að vera kominn á lyf við þunglyndi er niðurstaða sem ég sætti mig alldrey við aftur... þá er ég dáinn innra með mér ... ég hef verið í því helvíti áður og vil það alls ekki aftur... Ég er nú samt ekki að segja að ég sé kominn aftur á það stig.. en alltaf þegar ég fell svona eins og núna þá verð ég hrædd.. sem er kannski af hinu góða því það minnir mig á daganna í Hafnarfirði um árið... og eitt af varnaðar merkjunum mínum er að ég er byrjuð að finna leið til að þurfa ekki að fara í skólann á morgunn... Skólinn og það sem ég er að gera þar er það skemmtilegasta sem ég er að gera... en umhverfið er niðurdrepandi í alla staði... og það er EKKI góðs viti að mig langar ekki að fara... ... en að því sögðu.. þá ætla ég að hætta þessu væli... og leggjast undir sæng... Guð blessi ykkur öll..
Athugasemdir
Hefur sennilega ekkert að segja fyrir þig enn ég kíki alltaf á bloggið þitt og hugsa hlýlega til þín og vona innilega að allt fari að rætast hjá þér hef reyndar trú á að þinn tími fari að koma. kveðja Sæmi
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.