Sunnudagur, 30. desember 2007
táraflóð frá Guði...
Ég vildi að ég væri rithöfundur svo ég gæti lýst því sem er í huga mínu núna. Það er mér svo ervitt að koma því í orð en ég sé það ljóslifandi fyrir mér myndrænt og ég finn í sálu minni þær tilfingar sem bærasta þar. Ég er búinn að líða í gegnum daginn í leiðslu
mér líður eins og ég sé umvafin hljóðeinangruð efni, allt líður hjá í slowmotion
hugur minn virkar ekki lengra en í að anda og horfa. Þótt að hljóðeinangrunin sé til staðar þá er eins og sumt skerist í gegn og þá finn ég til. Þannig að ég bað mína undur góðu móðir að taka barnið því að þessi líðan kemur fram í pirringi gagnvart honum sem hann á ALLS ekki skilið. Á leiðinni heim frá því að skila stráknum byrjuðu tárin að hrinja niður kynnarnar eins og stormurinn úti en hljóðlaus. Ég sá varla útur augunum vegna tára en komst heim. Ég kveiki ekki ljós bara á kertum og læðist hér um í hægum bylgjum. Ég skil ekki hvað er að angra mig
ég finn ekki til
ég á fallegt heimili
ég á yndislegann son
á í okkur og á
en þrátt fyrir það er tóm í mér. Mér líður þannig að ég vildi að ég gæti skriðið inní stað sem væri eins og egg, þétt, hlítt og héldi utan um mig
og þar gæti ég flúið og sofið. Ég sit hér og hlusta á tónlist, ég vildi að ég gæti tjáð mig með þeim hætti, að geta sungið til þeirra sem mér þykir vænt um. Mér finnst ég ekki segja neinum nógu oft hversu vænt mér þyki um þá, mér finnst ég ekki sýna það nóg
mér líður stundum eins og ég sé að springa. Ég spyr Guð hver tilgangurinn sé með þessari líðann minni
en hann hefur ekki svarað mér betur en að senda mér táraflóð
ég hlít að vara að syrgja eitthvað sem ég get ekki sagt hvað er. Tárin hjálpa mér vanalega að hreinsa út en mig langar að vita hvað ég er að hreinsa. Kannski vakna ég á morgun eftir storminn og skil þá betur hversvegna mér leið svona
stormur og rigning gengur víst yfir okkur öll á lífsinns leið.
Athugasemdir
Æi elsku vina, ég veit hvað þú ert að tala um, það eru ekki ófáir dagar sem mér hefur liðið eins, ég vildi að ég hefði einhverja lausn, en, mér dettur ekkert í hug, því svona vanlíðan er þegar uppi er staðið einstaklings bundin, með ívafi sem við könnumst við sem heyjum samskonar stríð. Ég vildi þó benda þér á að bæta B-stress vítamíni eða B-plús í þitt daglega munstur, það hjálpaði mér og ég veit að það hjálpar öðrum.
Gangi þér vel, mundu þú ert ekki ein, langt því frá. Ég bið Guð um að varðveita þig og vernda.
Knús.
Linda, 30.12.2007 kl. 19:08
Kannski ættir þú ekki að dæma þig svona fyrir þetta. Kannski er þetta einfaldlega bara steinefnaskortur. Magnesíum, Zink kalk og svoleiðis. Láttu skima blóðið og sjáðu hvort að svona líðan er ekki einfaldlega bara efnafræðileg. Okkur líður oft skringilega og sveiflumst uppóg niður. Það þarf ekki að leita neinna annarra ástæðna fyrir því en í mataræði, svefni og slíku. Svo virðast svona lægðir spila inn í. Ég hef verið þungur í öllu þessu roki. Vertu sátt við sjálfa þig. Ekki dæma þig. Svona er lífið eins og þú segir. Það er þó hægt að gera ýmislegt til að draga úr slíkum sveiflum.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 19:33
.......að gráta hefir sinn tíma ekki satt og að hlæja hefir sinn......
Takk fyrir að deila þessari einlægni.
Júdas, 30.12.2007 kl. 19:37
Ég get ekki styrkt þig með orðum... læt þig bara vita að ég sé búinn að lesa og hugsa hlýlega til þin.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 16:16
a href=http://www.alster.nu/index_is.html>
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 16:16
Sendi þér hlýjar hugsanir kæri bloggvinur. "Soure and sweet" hefur oft verið sagt. Til að finna það góða og fagna því þurfum við stundum að taka mótlætinu eins og það er, en nota það okkur í hag. Einblíndu á allt það góða sem þú átt og hefur og ert, þá mun birtan finna leið inn til þín aftur.
Gleðilegt ár kæri bloggvin :)
Hólmgeir Karlsson, 31.12.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.