Völvuspáin mín...

Ég varð að setja þetta hér inn... 
Svona hugsa minn yndislegi blogg vinur til mín... hann heitir Hólgeir Karlsson... InLove ein sjaldgæfasta perla sem ég hef kynnsa...  bloggið hans...

 "Magga fer inní árið með frið í hjarta og leggur sig fram sem aldrei fyrr. Skólinn verður bara vinna og útkoman glæsilegri en hana hefur nokkurn tíma dreymt um. Völvan skynjar einnig atvinnutilboð sem birtist nokkru áður en skóla lýkur, en er ekki viss um hvort Magga taki því þar sem hún verður komin með sjálfstraustið í hæstu hæðir miðað við það sem verið hefur. Sköpun og meiri sköpun er það sem birtist og einhver list, sennilega auglýsingar frekar en málverk birtast hér sem ekki verður aðeins dáðst að heldur keypt og notuð. Löngun til frekari mennta gerir vart við sig áður en skólanum er lokið þar sem Magga er í raun löngu búin með skólann, en á bara efir að vinna þessi verkefni sem öll eru eins og fyrirfram sköpuð, en kalla bara á tíma og meiri tíma til að verða að veruleika. Smá bakslag (og þá meinar völvan bakverk) gerir vart við sig í enda mars mánaðar, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem þar er bara verið að hnippa í og segja að búið sé að leggja meir en nóg í hlutina, því það verði ekki þess virði að reyna að fá meir en 10 í sumum fögunum í skólanum. Fjölskyldulífið blómstrar með vorinu hjá þessari kærleiksríku manneskju, sem þá fer óheft á vit ævintýranna."

 

Takk kæri blogg vinur þú ert PERLA... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband