Laugardagur, 29. desember 2007
Hamingja dagsinns...
Loksinns rann upp sá dagur að við kæmumst á skíði aftur... Það var farið í gær og skíðinn hans Ragnars endurnýjuð, hann þurfti skíði sem voru 20cm. lengri ... hann hefur semsagt stækkað um það á einu ári... úff... en ánægjulegt... Ragnar fékk ný skíði og byndingar.... svakalega flott og pró skíði líka... svona eins og fagmennirnir nota...
Núna langar mig líka að endurnýja mín... ég hef ekki efni á því núna... það eina sem ég keypti mér var hjálmur svo að ég slasi mig ekki. Þetta er svo góð tíska... manni líður eins og asna ekki með hjálm... enda hugsaði ég þetta þannig... ég er með hjálm á mótorhjóli, ég er með hjálm á reiðhjóli og línuskautum afhverju í ósköpunum er maður ekki með það líka á skíðum... þannig að ég fjárfesti í þannig...
Ragnar stóð sig frábærlega og hoppaði upp um 2 stig þrátt fyrir að hann væri á mun legnri skíðum og annari tegund... hann er farinn að stjórna sér alveg og fór í næstu lyftu með kennaranum. Við skráðum hann aftur á morgunn í skíðaskólann og þá vildi hann vera lengur... 10-14... En í dag rukum við snemma á fætur og vorum kominn í fjallið kl 10... yndislegt veður, frost og smá gola...
Ef veður leifi á morgun förum við eld snemma og njótum dagsinns saman...
þetta er frábær endir á árinu ... úti í frísku lofti og saman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.