Jólin 2007

Jæja kæru vinir..

Þá er komið að jólunum þetta árið... með vona og ljósi, hlíju og gleði.

Jól-hér heima

Það vesta við þetta allt að samfélagið er svo brjálað með auglýsingum og uppspuna á því hvað eru jól að börnin eru orðin stór ringluð og verða í rauninni bara veik í stressi fullornafólksinns. Við mæðginin þurftum að fara uppá spítala í dag vegna sýkingingar sem virðist sem vera kominn í eyrað hans Ragnars enn og aftur... en þar voru u.m.þ.b. 15 börn ... öll mjög æst, grátandi og ringluð... sem biðu með foreldrum sínum efir lækni... og þar var augljóst að foreldrarnir höfðu ekki tíma fyrir þau eða veikindi þeirra... sjálf var hafði ég ekki orku í þetta en það hjálpaði ekki að á biðstöðunni  sogaðist orkan frá manni því að fólk var ekkert að hugsa útí það að varðveita það jákvæða og gleðina...

En núna er snúðurinn sofnaður á stofugólfinu af spenningi og hver veit nema að hann verði kominn á fætur um 5 leitið því hann skilur þetta ekki... hann er svo spenntur að honum líður hreinlega illa... hann borðar lítið og getur eingann veginn setið kjur.. þessi elska...  

Hér með þessum hugleiðingum eru myndir sem sýna stemninguna hér heima hjá okkur... þar vesta að geta ekki sett inn lyktina líka því að hún fylgir sem stór hluti af jólunum... kanil, negulnaglar og vanilla... ummmmmm... það er Möggu-lykt...

Jól-hér heima

Hér hrannast inn gjafir og fara þær beint undir tréið og hjálpar það kannski ekki uppá spenninginn... en hér sjáið þið tréið okkar...það er um 2 metrar á hæð... svo fallegt... 

Mér barst jólaglaðningur í pósti í dag... einkunarspjald fyrir þessa önn... og niðurstaða þess er þrjár 9, ein 10 og ein 8... þannig að meðaleinkunnin er slétt 9 þessa önnina... 

Kæru vinir, vandamenn, bloggvinir og þeir sem líta við ....

Gleðileg jóla og megi Guð veita ykkur ljós yfir þessa heilögu daga... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Magga og Ragnar

Mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir allt gamalt og gott 

Jólaknús Eydís

Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Fallegar jólakveðjurnar ykkar ... og tréð VÁ:) Óska ykkur gleðilegara jóla og að stressið víki fyrir kærleikanum og gleðinni þegar jólin renna í garð

Hólmgeir Karlsson, 24.12.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband