Sunnudagsmorgunn

Góaðnn daginn elskurnar.... Jæja þá er kominn sunnudagur enn eina ferðina... :) Við mæðginin sitjum hér núna og erum í náttfötunum og dúlla okkur til að vakna fallega... Eða ... við fengum okkur morgunmat og horfðum á barnatímann og ég lúrði áframm....:) Svo bíður eftir mér slatti af uppvaski og frágangi í eldhúsinu... Því hér voru gestir lengi vel í gær og var bakað og eldað fyrir alla... :) og svo áttum við góða kvöldstund saman ... Það var yndislegt að hafa fólk hjá sér... Ragnar fékk vinkonur til að tala við og leika. Ég átti góðann dagpart með Línu þar sem við ræddum um listir og menningu, það var til þess að hún komst afstað með að skrifa ritgerðina sem hefur beðið hennar núna leingi... það er líka svo góð tilfing að hafa einhvern hjá sér.. maður þarf ekki að vera sý talandi.. bara að það er einhver á sama stað og maður sjálfur..Ég er svo mikið bara ein með syninum... og eins og það er yndislegt þá finn ég meiri þörf fyrir að eiga samskipti við fullorðið fólk. Það verður að sejast að það eru ekki mikil svoleiðis samskipti í skólanum... og hef ég þurft að draga mig í hlé í samskiptum við mömmu... en það er ástæða fyrir því... þannig að það er svona 80% ég og Ragnar... :) þannig að gærdagruinn var mjög nærandi. Svo er ég að fara í kvöld á stað sem ég hlakka mikið til .. því að það gerir að verkum að ég læri enn meira á sjálfann mig... Ég segi ykkur frá því seinna þegar ég er farinn að sjá hvernig þetta virkar...:) Við mæðginin erum heppin þessa vikuna .. við erum með bíl í viku núna... já.. mamma tók ákvörðun á 2 dögum að fara til Þýskalands og hitta gömlu skóla félaganna.. sem ég held að verði henni rosalega góð ferð ... Elsku mamma .. við elskum þig...:) Góða ferð...:)
Hún keypti af mér 2 málverk til af gefa vinkonu sinni í Þýskalandi.. :) spennandi.. já hún keypti þessi 2 grænu sem eru myndir hér inni.. þannig að ég þarf að fara að mála meira.. og er ég kominn með hugmyndi af einu sem er meira en helmingistærri en þau sem ég sýni hér inni... :) eða 40x80cm.. en þau sem eru hér eru 30x30 þannig að ég fer að mála....:) En það verður líklega ekki fyrr en í vikunni.. í dag ætla ég að slaka á..
Vandinn minn þessa dagana er að ég sef svo lítið á nóttunni... ég er að dreyma og vakna, dreymi og vakna... ég sný mér og velti... undirmeðvitundinn mín er á einhverju ferðalagi þessa dagana og ég fæ litla skýringu á.. en kannsi breitist það í kvöld... en ég geri mér svosem ekki mikla von... þannig .. því að þetta er eitthvað tímabil sem ég þarf að ganga í gegn um... :) sjáum til.. einn dagur í einu... Farið vel með ykkur öll því þið eruð mér miklvæg... :) KnÚS...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband