Jólafríið okkar...

jól

Jæja þá er er komið jólafrí hjá okkur báðum...

Við byrjum það á því að mæta í fyrramálið á sjúkrahús til að gera enn eina tilraunina til að ná að laga þessa endalaustu eyrnabólgu sem Ragnar hefur verið með síðann í haust... Rör númer 2 á mánuði...

jól

Reyndar er hann bara mjög sáttur við að fara því að hann þráir það heitast að geta farið í skólasund með hinum... hann hefur ekki komist í það nema kannski 2 skipti á þessari önn... Ömurlegt því að hann elskar sund... en ég hef líka fengið eyrnaverk sjálf og það er eitthvað sem ég myndi ekki vilja vera með í marga mánuði í senn...

jól

Hann er líka hættur að heyra með eyranu en þeir segja að það sé nú ekki varanlegt ... Vonadi ekki...  Stundum finnst honum nú bara gott að þurfa ekki að heyra tuðið í móður sinni.... ehehehe.. en hann er svo yndislega duglegur með þetta allt.

jól

Hingað eru farnir að hrúgast upp stórir pakkar sem eiga að fara undir jóltréð... hann er búinn að fatta að það hjálpar jafnvel að hrista þá til að fá hint um innihaldið... hehehehe... snillingur... spenningurinn vex en nú er bara að klára hér heima  og þá meiga jólin koma með friði sínum og ró...

jól

Það þreytir mig mikið allar þessar auglýsingar og þessi geðveiki sem jólin eru þannig að ég vil helst slökkva á útvarpinu og sjónvarpinu til að fá frið til að upplifa friðinn og tilveruna með synunum og þeim sem mér þykir allra væns um...

Jæja.. núna ætla ég snemma í háttinn svo að við getum haldið áframmm...

Farið vel með ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband