Við kveikjum 3. kertinu á...

Jæja.. þá er þessi helgi búin... og það hefur svosem hellingur gerst... og tókst okkur að klára helling...

Við kláruðum að föndra jólagjafirnar og auðvitað get ég ekki sett myndir af því hér inn... en svo fórum við í mikla framleiðslu á jólapappír... í metravís...

Jólaundirbúningur

Hér sjáið þið það í framkvæmt... stofan var orðin undirlögð af pappírslengjum... þetta þótti mínum auðvitað skemmtilegt og mjög merkilegt að vita að svona væri hægt að gera jólapappír.  Þessi framleiðsla kláraðist rétt um hádegi og þá var haldið til mömmu (ömmu) og þar fór næsta framleiðsla í gang... 

... við bökuðum heilann haug af kleinum, skárum laufarbrauð og steiktum, gerðum chillí-paprikusultu og bökuðum himneska rúgbrauðið okkar... ( reyndar uppskrift frá Öngulstöðum) ...

Jólaundirbúningur

Hér sért hluti af afrakstri dagsinns...

Þannig að ég anga af stekingafeiti og kryddi... en það er bara gott því að ég veit þá að þessum kafla í jólaundirbúningnum er lokið...

Jæja kæra fólk... ég vil byðja ykkur vel að lifa og Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Váá.. þetta kalla ég að taka til hendinni. Flottur jólapappírinn ykkar :)

Hólmgeir Karlsson, 21.12.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband