Föstudagur, 14. desember 2007
Jólafrí...
Jæja þá er það komið... þetta blessaða jólafrí... sem verður í rauninni ekkert frí fyrr en eftir jólin, milli jóla og nýjárs...
Í gær fimmtudag hélt ég fýrirlestur um ritgerðina mína... Sögu Myndlistaskólans á Akureyri... Mér tókst að tala alla tímann án þess að líta í ritgerðina og mér skilst að þetta hafi verið flott hjá mér... ég er líka mjög sátt við frammistöðu mína... Í dag var 3 tíma "sköpunar-próf" það er alltaf jafn gaman... að fá takmarkaðann miðil og skapa verk úr því... Við fengum semsagt 1 A4 til að búa til þrývíddarverk úr... svo áttum við að teikna það inní umhverfið sitt.. eða eins og uppsetningin átti að vera... og skrifa svo um hugmyndina... Talandi um skólann... þá hefur ein einkun bæst við.. og hún var 9 fyrir verkið sem ég sýndi hér og var í skriftaráfanganum... Þannig að ég er hæðst ánægð með það sem komið er. Restina af einkunum koma núna fyrir jól eða á milli jóla og nýjárs... þá er það hugmynda-prófið, ritgerðin + fyrirlestur og svo 3 vikna hugmyndaáfangi hjá Hlyni Halls... Satt best að segja þá hef ég EINGAR áhyggjur af þessu... en það vottar fyrir smá hvíða varðandi framhaldið eftir skóla...
... Maður er í svo vernduðu umhverfi í skólanum og þarf svo að fara út á þennan harða markað og standa einn og óstuddur... hehehee... já... þetta er verkefni fyrir mig og sála... enda hefur þetta verið rætt og verður farið meira í það seinna...
Það skal viðurkennast að þegar ég kom heim í dag þá leiddist mér reiðina ósköp... og var eirðarlaus því að ég er kominn í frí... en svo finnur maður sér eitthvað að gera... eins og alltaf... en það sem er frammundan á morgun er jólagjafir (föndur) hjá okkur mæðginunum og svo ætlum við að stimpla jólapappír í metravís... Þetta verður mjög gaman... ég finn það hjá sjálfri mér núna að það dýrmætasta er samveran við barnið mitt. það er það sem kemur mér í jólaskap þegar við mæðginin leggjum undir okkur eldhúsboðið með allt sem við eigum af föndurdóti og leikum okkur saman... Þótt að við sækjumst ekki eftir að bjóða neinum með í þetta fékk ég smá einmannasting í dag og hugsaði mér hvað mig langaði að hafa mér við hlið góðann mann sem gæti notið lífsinns með okkur... einmannleikinn er ekkert hættulegur, bara góð áminning á að ég ætla ekki að vera ein alla ævi...svo er það fyrir Guð einn að vita hvenær ég finn hann...
En núna sit ég hér og er að klára myndir sem geta farið í jólapakka og kort... þannig að ég er að verða klár með allt... enda peningarnir búnir svo að núna verðum við að lifa af jólaboðskapinum einum saman... með gleði í hjarta yfir því að eiga hvert annað og fallegt heimili... Þá þurfum við ekki að hlaupa efit þessu stressi sem er á þessum tímum í samfélaginu... getum bara notið þess að vera til...
Jæja kæra fólk... ekki fjúka ... verum heima undir teppi með kakó og njótum hlíjunar og ljósinns...
Guð geymi ykkur öll.
Athugasemdir
Magga mín
hef verið í þínum sporum.... mér finnst þú tækla þetta flott, er á leiðinni og svo er partý, bleika partýið fram undan, ætla rétt að vona að þú látir sjá þig, smjúts.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.12.2007 kl. 04:20
Bloggknús og kveðja
..
Hólmgeir Karlsson, 15.12.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.