Sunnudagur, 9. apríl 2006
Góðann daginn..
Mig langar að byrja daginn á því að skrifa fyrir ykkur hugleiðinguna sem er fyrir þennan dag í bókinni " einn dag í einu í AlAnon"...
"Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég get öðlast þrek til að leita að hinu góða og einbeita mér að því. Mikið er undir því komið að ég taki með festu á vandamálum mínum, skoði raunverulegt eðli þeirra, ýki þau ekki og reyni síðann að leysa þau með skynsamlegum hætti."
Það er voðalega gott að byrja daginn á því að lesa þessa bók... og hugleiða um það sem lífið hefur uppá að bjóða og alla möguleikana sem við höfum.
Njótum dagsinns...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.