Sunnudagur, 9. desember 2007
Nú meiga jólin koma...
Já núna mega jólin koma mínvegna... þótt það sé soldið snemmt.
En dagurinn í dag var notaur í jólahrengerningu... uuummmm hér er allt orðið spikk end spa...
Ég sit hér nýkomin úr baði með kertin kveikt í mínu tandurhreina heimili svo sátt og glöð. Ragnar var svo duglegur að hjálpa mömmu sinni í dag, og í leiðinn tók hann að sér að þrífa klósettið og fannst það rosalega merkilegt verk sem það er jú... og frábært að kenna 6ára barni að þrífa klósett... þá kann hann það þegar hann fer að heimann... Ástæðan fyrir þessu brjálaði mínu núna er sú að ég er að fara í bak-sprautur á morgun og á ég að vera róleg í nokkra daga eftir það... og ég þekki sjálfann mig það vel að ef allt hafði verið á rúg og stúfi hér þá hefði ég ekki geta verið "róleg" hér heima í nokkra daga... ég kann ekki að slaka á... mér finnst ég verði að vera á fullu nema þegar ég sef.
Það eina sem ég þarf að gera næstu 3 daga er að klára að setja upp fyrirlesturinn minn sem ég á að flytja á fimmtudaginn næsta ... þetta er fyrirlestur um ritgerðina mína sem ég skrifaði í haust. þannig að ég er að komast í jólafrí... held ég... en ég er svosem þekkt fyrir að finna mér alltaf nóg að gera...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.