Hvernig syrgjum við og hverja...

... hugsunin núna snýst um hverja og hvernig syrgjum við fólkið sem hefur farið inn og út úr lífi okkar... Getur maður syrgt aðila sem eru lifandi og maður heyrir annaðslagið í.. eða er það söknuður... Hver er munurinn að syrgja eða sakna... Ég skil vel að meður syrgir aðila sem eru farnir af þessu jarðríki eða aðila sem maður á líklega alldrey eftir að hitta eða heira í aftur eins og við skilnað.. mér finnst allavega eðlilegt að syrgja við skilnað... ég syrgdi vininn sem ég átti og tímana sem ég átti með honum en ég saknaði alldrey maka míns... Er ég orðinn alveg klikkuð eða...?? Get ég leift mér að syrgja föður minn þótt að hann búi í næsta bæjarfélagi, en ég hef ekki áhuga á því eins og staðan er í dag að hafa samband við hann... á ég kannski eftir að syrgja hann... því ég sakna hans ekki... Svo eru það þær manneskjur í lífi manns sem hafa rist djúft í hjartastað tilfingalega, aðilar sem við hittum reglulega og heyrum í reglulega... en í raun hefur maður ekki leifi til að bera djúpar tilfingar til ... á maður þá ekki að leifa sér að syrgja þær tilfingar því þær eru sambærilega tilfingum við skilnað... maður fékk bara alldrey að elska...Er það rangt?? Þótt ég viti hver vilji Guðs var með þessu ferðalegai mínu núna þá finnst mér umhugsunar vert að við verðum að vega og meta samskipti okkar við hvern og einn sem hefur orðið á vegi okkar í lífinu... Þegar ég hugsa til allra sem hafa veitt mér styrk, kennt mér eitthvað, veitt mér ást og umhyggju... svo eru það auðvitað þeir sem hafa kennt okkur svo margt með því að mislíka við okkur, nota sálrænt og líkamlegt ofbeldi... en þrátt fyrir það...þessir aðilar hafa kennt okkur svo margt þannig að á einhvern hátt verður maður að finna það í hjarta sínu að fyrigefa þeim gjörðirnar og orðin en þakka þeim fyrir lædóminn... Jæja... ég hef ekki mikið meiri hugsanir til að deila með ykkur... Þið sem þekkið mig og vitið fyrir hvað ég stend.. þið vitið öll hvað mér þykir vænt um ykkur.. þið eruð líf mitt og yndi... Guð blessi ykkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margrét!!!!!!!! Þetta er Áin á Húsavík!!!! ;-) Bara svo ég reyni enn að koma því inn í þverhausinn á þér!!!
Var ekki annars frábært á koma í minn heimabæ?
kv. Þráinn

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband