Laugardaguinn okkar...

Jæja.. þá eru jólin að komast í hjörtu okkar hér á þessu heimili...Við mæðginin og mamma ákváðum og fara útúr bænum í dag og njóta útiveru, samveru og alls þess fallega sem við þekkjum svo vel. Þannig að við vöknuðum snemma og fórum 3 saman uppí Mývatnsveit ... Fyrst fórum við í Dimmuborgir að leita að jólasveinunum... og viti menn þeir eru þar... og taka svona líka vel á móti manni þegar maður laddar þessa fallegu gönguleið inní borgirnar...

Dimmuborgir jól 2007

Dimmuborgir jól 2007

Það er yndislegt að losna við allan bílaniðinn, skvaldrið og jólalögin þótt ég hafi ekkert á móti þeim einum og sér en í þessari blöndu við aulýsingarnar sem tröllríða öllu þessa dagana. Eftir heimsóknina í Dimmuborgir fórum við niður í þorp þar sem við óvart lenntum í laufabrauði með kvennfélagskonum þar... þar lærði ég marga nýja og fallega laufabrauðsskurði... roslega sem þessar gömlu konur eru færar... mynstrin.. geggjuð ég er hissa að nokkur tími að borða það. Ragnar skemmti sér konunglega í þessu öllu því að á hverjum stað var líka hægt að fá heitt kakó sem bræðir hjarta 6 ára drengs.  Okkur þótti þetta yndislegur dagur og nutum þess svo að koma heim í hlíjuna og leggjast undir teppi.

 Dimmuborgir jól 2007

Mig langar ekki að taka þátt í þessu brjálæði sem jólin eru orðinn fyrir marga. Kaupa kaupa, eiga eiga, meira meira... ég nýt þess meira að njóta stunda með mínu yndilega syni og frábæru móður. Við föndrum, förum út og njótum náttúrunnar, við bökum og kveikjum á kertum, syngju og tölum um það sem skiptir máli... Yndisleg jólastemning.  

Að öðru... þá fékk ég 10 í einkunn fyrir trillogíuna mína... myndirnar 3 sem ég setti inn hér um daginn... svart, græna og hvítu myndirnar.  Ég er mjög sátt við þetta og í fyrasta sinn í langann tíma get ég tekið þessum heiðri inn í hjarta mitt og notið þetta að hafa staðið mig vel.  

Jæja kæra fólk... njótið nú samveru með ykkar nánustu...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Frábær dagur hjá ykkur :) .. og til hamingju með 10 una sem var verðskulduð

Hólmgeir Karlsson, 9.12.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband