Sunnudagur, 24. september 2006
Hnútur sem ég hef ekki haft lengi ...
Já... það myndaðist hnútur í maganum mínum sem ég hef ekki fengið í langann tíma... hann tengist hvíða og streitu... Ég er búinn að vinna öturlega að því síðasta árið að koma á vissri starfsemi hér á Akureyri ... (ætla að tala undir rós núna) ... allavega er þetta búið að vera hugarfóstur mitt lengi og hefur gert það að verkum að ég hef þurft að sýna vanmátt minn við fólk, því innst inni hef ég heft þá trú að ég sé ekki sú eina sem hefði þörf fyrir þetta..... og svo túin að ég hafi styrk og vilja til að framkvæma þetta... Jæja... nema hvað að staða málsinns er sú að í dag var haldinn fundur um málið og hingað komu 4 magnaðir aðilar sem hver og einn hefur sína upplifun á málinu... hver og einn sína nærveru og framkomu.... smátt og smátt þegar á fundinn leið þá fann ég hvernig vanmáttur minn færðist yfir mig og hversu lítil ég var allt í einu og hversu mikið eigingirnin í mér fór að segja mér að " þú hefur greinilega ekkert vit á því sem þú ert að taka þér fyrir hendur" ... úfff.. og mér fannst ég verða ekki að neinu... og hugur minn fór á fullt... ég komst að því að þegar ég hélt í einlægni minni að mér hefði verið réttar báðar hendur þá fékk ég bara aðra þeirra... og þá fór ég að efast um grunninn sem bati minn liggur á... hversu stöðugur er hann.... mér varð óglatt og mig langaði í sígarettu og mig langaði að grenja úr mér augun... og hefði það verið mitt svar í einhvern tíma fyrir svona 2 árum síðann.. en núna er ég meðvitað að átta mig á því að ... OKEY... fyrst ég náði svona langt með bara aðra hendina... VÁÁ.... hvað ég á þá eftir að ná langt þegar ég fæ hina.. og ég veit núna hvar ég finn hana... :) merkilegt... en þegar ég hugsa til baka hversu sárt þetta allt var.. og hversu mikið af hlutum ég hef losað mig við... þá verður mér óglatt aftur... og auðvitað hvíður még fyrir að þurfa jafnvel að fara ofaní málið aftur til að vera vissum að mitt andlega heilbrygði sé byggt á rétta grunninum... Ég veit fyrir víst að þetta er það sem ég þarf í lifið mitt til að ég geti náð því sem ég vil í lífinu ... andlega, líkamlega, vinnu lega og lífslega.... og þá er að fara afstað og ná í hina heldina sem ég á skilið að fá í þessari vinnu.... og ég átta mig á því núna að það var ástæða fyrir því að ég hef svona lausann tíma núna... þetta er það sem þurfti að komast að....Jæja... Ég vil byðja Guð um að hlúa að okkur öllum í kvöld... Takk fyrir mig...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.