Laugardagur, 23. september 2006
Laugarsagskvöld...
HAlló elskurnar... ég var að skríða inn eftir yndislega fallegann dag hér fyriri norðann... það er nú sind samt að segja frá því að sá dagur fór nú soldið framhjá mér vegna veisluhalds og svefnlítillar nætur... hehehe... en fallegur var hann... dagurinn sko....:) Við fórum í vaglaskóg til að tína hrútaber...eða mamma að tína og ég að vera þunnunn og þreytt í nátturunni... það var svo fallegt veður og skógurinn allur að leggjast í dvala fyrir veturinn... og maður upplifis sig sem skógarálf eða tröll... hehehe.. hvernig sem maður lítur á það... þegar maður situr í litlu rjóðri einginn í kringum mann nema tréin, jörðin, himininn og sólinn... þegar maður lokar augunum þá heirir maður niðinn í ánni og fuglatíst í fjarðlægð.... smá golu í trjátoppum og brakið í trjánum... það er ekki til betri tenging við sjálfann sig en í svona yndislegu umhverfi.... Ég setti inn nokkraf myndir úr ferðinni sem gefa ykkur smá keim af deginum... Annas þarf ég að fara að huga að gullinu mínu sem á að vera löngu farið að sofa en vildi bíða eftir mömmu sinni á meðann hún væri í vinnunni svo að hann gæti svæft hana... :) þegar litla höndin stríkur þerytu tárin af hvörmum mér þá get ég ekki annað en fillst af hamingju og þökkum fyrir að vera svona happin að eiga þennan fallega dreng...
Með gleði í hjarta og hamingjutár í kinn... þá byð ég ykkur vel að lifa... :)
Með gleði í hjarta og hamingjutár í kinn... þá byð ég ykkur vel að lifa... :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.