Sunnudagur, 2. desember 2007
Ég viðurkenni það...
... að það er orðið alltof langt síðann ég bloggaði síðast og ég skammast mín eigilega fyrir það. En eins og ég sgði ykkur síðast þá vantaði mig svona 24tíma í sólahringinn þannig að eitt af því sem ég skar niður var tíminn sem ég eiði fyrir framan tölvuna. En það skal líka viðurkennast að ég sakna þess tíma líka. Núna sit ég hér og klukkan er að ganga 2 um miðja nótt ... barnið er í hlírri holu hjá ömmu sinni og ég var að koma heim úr vinnunni minni sem gefur mér svo mikið meira en mat á borðið... þessu fólki sem ég vinn fyrir ætti að vera borgað fyrir að hafa mig þarna ... það er svo gott að geta hlegið svona og verið maður sjálfur... ég vildi óska að öllum liði svona vel í vinnunni sinni eins og mér og satt best að segja finnst mér leitt að geta ekki verið þarna meira en ég er heilsunnar vegna... Það er augljóst að jólin nálgast meira að segja ég finn fyrir því... Ég hvíði vanalega fyrir þessum tíma, því að gamli vaninn segir mér að ég verði fyrir vonbrygðum en litla barnið í hjartanu tístir af tilhlökkun og gleði... en núna ætla ég að taka þetta á sálfræðinni (hugrænniathyglismeðferð, það sem sálinn minn notar) í fyrsta sinn sem ég man eftir mér þá ætla ég að halda mín jól hér með barninu mínu og ég bíð þeim að vera með sem ég vil... Ég ætla að búa til mín jól... og ég hlakka til þess, með Ragnar ... okkar hefðir og okkar gleði, þá er ekki pláss fyrir vonbrygði eða sorgir.
Þessi önn í skólanum fer að renna sitt skeið, ein vika eftir í kennslu og svo er það fyrirlestrahelgin en þá verð ég þvímiður eitthvað frá því ég er víst að fara í sprautur í bakið 10.des... það verður gott því að þetta er að verða verulega slæmt aftur... Ég fékk smá hvíld frá veruleikanum í síðustu viku því að Ragnar fékk flensuna sem er búinn að vera í gangi svo við mæginin voru hér heima í 3 daga og nutum þess að kúra og lesa, þrífa smá og föndra jólagjafir, þótt að það sé ekkert gaman að vera veikur var þetta mjög góð stund fyir okkur mæðginin og nutum við samverunar mjög. Meira að segja kom mamma hér aðeins og sat hjá honum á meðann ég fór í búð og minn saknaði mömmu sinnar svo að hann þurfti að hringja þegar ég vera bara búinn að vera í burtu í hálf tíma ... mamma er langt í þig.?? Þetta bræddi mig alveg... hann er svo góðru strákur og er að standa sig svo vel í skólanum ... ég er svo rík, og myndi ég ALLDREY vilja sikpta þessu út fyrir allan þann veraldlega auð sem til er...
Jæja... það er kannski kominn tími á að ég fari í háttinn ... ég get reyndar sofið út á morgun... Ragnar er hjá mömmu og verður þar á morgun því þau eru að fara í leikhús og eitthvað að jólast...
Já eitt... VELKOMIN HEIM KRÚMMA... mikið hlakka ég til að sjá þig..
jæja... Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 12:54
Innlitskvitt og gangi þér vel kæri bloggvinur :)
Hólmgeir Karlsson, 2.12.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.