Lífið í dag og undanfarið...

Sælt veri fólkið...

Já ég hef ekki gefið mér tíma í að blogga mikið síðustu daga því að í síðustu viku voru skil í tvem áfönfum hjá mér í skólanum. Einnig er dagskráin mín þennan vetur mjög þétt skipuð og verður að segjast að ég er að gera svona einum of mikið en þetta hefst. Ég byrjaði minn kennara feril í síðustu viku... það var rosalega gaman og er ég viss um að ég eigi eftir að læra jafn mikið af þeim og þeim af mér...

Það var mér ervitt að halda haus í öllu sem ég var búinn að taka mér fyrir hendur í síðustu viku þannig að ég lagði sjálfann mig á hilluna og mætti ekki í rækina og ég finn það núna að það var ekki vel valið hjá mér. En ég tók þessa ákvörðun núna því að mér fannst að kennara mínum findist ég ekki vera að gera allt sem ég gæti... en ég finn það núna að ég er á ýmsann hátt að ofgera mér enn eina ferðina... Þannig að ég greyp í taumanum og svaf í  13 tíma í nótt og stefni að því að gera það líka í nótt. 

Það er ervitt að fara í ræktina og sjúkraþjálfun á hverjum morgni, vera í fullum skóla, kenna, í fullri vinnu með sjálfann mig hjá sálfræðing og öðru fagfólki og móðir og húsmóðir í fullu starfi...einnig er að detta inn kokkastarfið... þannig að það verður að gott að komast í jólafrí..

En nóg um það Grin ég ætla að sýna ykkur hér það sem ég var að skila af mér núna fyrir helgi. 

selfportret-vinstriSelfportet-miðjaselfportret-hægri

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er sjálfsmyndin mín (með minni miðju og mínum dökku og ljósu hliðum) sem ég skilaði af mér í Photoshop áfanganum 

Lágmynd 1 Lágmynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svo lágmyndir sem ég skilaði í skriftaráfanganum. 

 

Jæja... ég ætla að fara að safna orku svo ég geti mætt hress og kát hjá honum Hlyni á mánudaginn...

Guð geymi ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Magga mín ekki drepa þig á vinnu..... but tell me hvar er konan að kenna? Svo skrifaði ég í gestabókina..muna að lesa og enn og aftur frábær verkin þín, þú hefur sérstakt auga fyrir tilfinningum í list ef þú skilur hvað ég meina, ert svo yndislega ljóðræn, en mundu kæra vinkona að þú þarft ekki að skila 110% vinnu alstaðar ef þú heldur áfram að gera það verðurðu útbrunnin eftir nokkur ár og það viljum við vinir þínir ekki

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Flottar myndirnar þínar að vanda :) bloggkveðja

Hólmgeir Karlsson, 20.11.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband