Jæja.... kominn í páskafrí...

Jæja... þá er því lokið ... ég var að senda e-mailinn með lokaverkefninu mínu fyrir fyrsta árið mitt í Myndlistaskóla Akureyriar árið 2006. Ég er rosalega ánægð með niðurstöðuna á því... kem sjálfri mér stöðugt á óvart...:)
Reyndar á ég eftir að fara með þetta allt í prenntun og sjá hvernig það kemur út og ef það verður ekki alveg í lægi þá þarf ég að fínpússa þetta... og koma þessu saman... :)
þá er það bara páskafríið.. í fyrsta sinn í nokkur ár... það verður rosalega gaman... og strax á morgunn ætlum við Ragnar á minjasafnið á Víkingasýninguna... því ég tók víst að mér að hanna 3 víkingabúninga fyrir Víkingahátíðina í Hafnarfirði í sumar... þannig að ég verð að afla mér smá heimilda áður en ég gef upp verð og hugmyndir... þetta er líka voðalega spennandi verkefni sem ég hlakka til að taka að mér...

Jæja... nú er föstudagskvöld og ég hef ekkert betra að gera en að setjast fyrir framann imbann og glápa... hef hugsað mér að leifa þessari elsku (tölvunni) að fá frið í smá stund... :) hún vinnur dag og nótt fyrir mig... og okkur finnst það gaman..;)

ég vil byðja ykkur vel að lifa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband