Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Long time no see...
Jæja kæra fólk ...
Loksinns gef ég mér tíma til að setja hér inn nokkrar línur... Það er ýmislegt búið að ganga á hjá mér síðustu vikurnar bæð hlutir sem eru góðir og líka slæmar upplifanir... Þannig er lífið víst, þannig að maður lítur bara á það sem lærdóm góðann og slæmann... Skólinn tekur mikinn tíma núna þessa dagana því að við erum í 2 áföngum á sama tíma og það gerir það að verkum að maður þarf að deila tímasinum vel á milli þeirra... og persónulega finnst mér ervitt að vera að hoppa úr einu í annað... Hentar mér best að einbeita mér að einu í einu...hehehhe..já ég er greynilega farinn að eldast... neinei... það er bara með sköpun núna að ég fer vanalega á flug og sekk mér í verkin og það er ervitt að fljúga tvem flugvélum í einu...
Lífið sjálft hefur fært mér erviðar minningar síðustu vikur og hef ég þurft að taka mér svolítinn tíma til að vinna með það í samstafi við mitt fagfólk og verður maður bara leifa sér það í friði.
Myndin sem er hér fyrir neðann er nýjasta verkefni mitt í skólanum... hér er sjálfsmynd... ég hef hér tekið mig í smáatriði... ég lít á mig sem opna bók og úr henni flæðir allt það góða sem ég hef að geyma og það slæma... Bakvið er brotin rúða því ég lít á mig í grunninn sem gler... gagnsætt en brothætt... hún er brotin núna því að ég er búinn að vera brotinn en ég heng saman í heild samt...
Jæja þá ætla ég að hætta í bili og vil ég byðja Guð um að geyma ykkur þar til næst...
Athugasemdir
innlitskvittunarknús
Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 21:28
Það er ekki að spyrja af verkunum þínum.... flott eins og alltaf.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:49
Magga, ef við förum í Pollýönuleik þá geta erfiðar minningar og það að takast á við þær verið ávísun á betri tíð með blóm í haga. Er það ekki??
Hlý kveðja af Krók
Guðný
ps Sá Jakc as the movie um daginn og var hugsað til þín
Guðný Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 08:49
Magga, þessi mynd þín er hreint FRÁBÆR :)
Hólmgeir Karlsson, 7.11.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.