mig langar að monta mig pínu...

... ég er ekki vön að hampa sjálfri mér, en mig lagar að fræða ykkur smá um hvað er að gerast í mínu lífi. Þanng er mál með vexti að ég er búinn síðann í haust að mæta reglulega í ræktina og ég sagði ykkur frá því fyrir svoldlu að það var skorað á mig að taka þátt í bekkpressumóti á Gamlársdag...  Ég mæti svona 4 sinnum í vikur í ræktina (stundum 5 sinnum) og svo þess á milli til sjúkraþjálfa. Ég lofaði Ingu þjálfara að stiga ekki á vikt í þessu ferli því að  ég er ekki í þessu til að vera í einhverju "megrunar átaki" ég er að þessu til að ná heilbriði alvega  sama hvað fólki finnst um kíló og kaloríur.  þetta gerði það að verkum að ég er farinn að hafa virkilega gaman að því að fara og svitna eins og svín.  Það sem ég miða við er fitumælingar og stuðla Manneldisráðs.... þegar konur á mínum aldri eru um 25% fitu eru þær taldar eðlilegar ef þær ná niður í 20% eru þær í frábæru ástandi. það sem mig langa að segja ykkur er að ég er 27% fita og búinn að missa um 6% síðann í vor. Það er svo merkilegt að ég þessi klumpur er alls ekki langt frá því að vera eðlileg löngu kominn úr hættu ekki fit, ekki í offitu... ef ég hefði farið eftir kílóum þá væri ég langt frá því að vera heilbrigð samkvæmt þeim stöðlum... ég er að átta mig á því að ég er bara svoa mikill massi... hehehe ekki það að ég vilji fá það viðurnefni.. alls ekki... en ég er  bara hægt og rólega að sætta mig við mig eins og ég er... Cool lang flottust...   h ehehhee....

Jæja nú ætla ég að hætta að monta mig... en byð ykkur í staðinn að lifa vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju þér tekst bara allt sem þú tekur þér fyrir hendur  enn bíddu við er ekki til í bransanum einhver sem var kölluð Magga massi? Bestu kveðju úr hveró

Sæmi (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ekkert að því að monta sig mikið fyrir mikið... til hamingju

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehee... nei kannski ekki Gunnar... en Sæmi það er akkúrat útar Möggu Massa ... hinni í bransanum sem mig langar EKKI að fá þetta viðurnefni...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.10.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

HAHA Magga massi, nei höfum það heldur magga magnaða,

já, meðan ég man hvað er að frétta af henni Línu? býr hún enn á norðurlandinu? Bið að heilsa henni ef þú hittir hana. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:36

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já og auðvitað til HAMINGJU með frábæran árangur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:37

6 identicon

Sæl skvís! mikið var nú gaman að rekast aðeins á þig þarna um daginn :-)

Til hamingju með þetta og haltu áfram á sömu braut, það ljómar alveg af þér vellíðan

Knús úr borginni

Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband