Fyndin snúður og pirringur út í heilbrygðiskerfið...

halló...

Já ég átti mjög bátt með sjálfan mig í dag eftir að Ragnar var búinn að fá kæruleysislyfið... vá hvað hann bullaði mikið þessi elska og ég sá mikið eftir því að hafa ekki haft meðferðis vídeómyndatökuvél... þetta var bara fyndið. Þetta gekk allt vel og hann vakanaði nærriþví syngjandi eftir svæfinguna. En ég skal viðurkenna að ég var ekki sátt við heilbrygðiskerfið og starfsmenn þess í dag... það er allt gert fyrir sjúklingana en EKKErt fyrir aðstandendur. Þegar Raagnar var orðinn hress og sat bara og horfði á videó og borðaði spurði ég hjúkkuna hvort þær gætu litið eftir honum á meðann ég færi niður í kjallara og næði mér í samloku... nei það var ekki hægt... mér var boðið kaffi og ekkert meira... ég var máttfarnari og verr á mig kominn en barnið þegar við löbbuðum út... Hvað á einstæð móðir að gera annað en svelta á meðan hún sinnir barninu sínu eftir aðgerð... fyrst að ég hafði eingann annan til að líta eftir honum þá varð það bara að vera þannig.

En annas fannst okkur best að koma heim og fórum svo í mat til mömmu sem er alltaf næs. Núna er bara að  koma sér í háttinn og vona að allt verði í lagi á morgun með guttan...

Góða nótt kæra fólk ... Guð geym ykkur öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heilbrigðis starfsfólk, get ekki einu sinni sagt þetta orð án þess að verða heitt í hamsi.

Skilaðu kveðju í skólann fyrir mig og spes knús til Ingu.... og þín auðvitað

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2007 kl. 08:05

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Ég var einu sinni með Skírni inni heilan sólahring og mér var hvorki boðið vott né þurrt þann tíma og þó var ég með barnið á brjósti. Þetta er fáránlegt

en vona að sá stuttu jafni sig og mamman fái máttinn á ný ;)

hlýjar kveðjur af Krók

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 26.10.2007 kl. 14:22

3 identicon

Ja hérna lítið hefur breyst þau 1,2,3....15 ár síðan ég dvaldist þarna með dóttur mína. Fékk kaffieitrun og magabólgur af stöðugu kaffiþambi (ok enginn bað mig um að drekka allt þetta kaffi).

Gaman að finna þig á blogginu Magga, gangi þér vel í náminu, er ekki gaman? kv. Ásdís úr MHÍ (málun)

Ásdís (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband